ORF Líftækni eykur hlutafé um 300 milljónir króna 27. mars 2012 15:15 ORF Líftækni. ORF Líftækni hefur nú lokið hlutafjáraukningu upp á 300 milljónir króna í samstarfi við Arctica Finance. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ORF Líftækni. Fjórtán innlendir og erlendir fjárfestar tóku þátt í hlutafjáraukningunni og var umframáskrift 13,7%. „Fjármagnið hyggst ORF Líftækni nýta til áframhaldandi uppbyggingar á framleiðslu fyrirtækisins og til aukins markaðsstarfs erlendis. Hluthafar ORF Líftækni eftir hlutafjáraukninguna eru um 80 talsins," segir í fréttatilkynningu frá ORF. Mikill árangur hefur náðst í markaðssetningu á framleiðsluafurðum ORF Líftækni bæði hér heima og erlendis, að því er segir í tilkynningu ORF. Sif Cosmetics, dótturfélag fyrirtækisins, sér um markaðssetningu á húðvörum með frumuvökum sem framleiddir eru af ORF Líftækni. EGF húðvörurnar eru mest seldu húðvörurnar á Íslandi í dag og BIOEFFECT® húðvörulína fyrirtækisins. „Þá er mikill áhugi hjá stórum líftæknifyrirtækjum á ISOkine™ vaxtarþáttum fyrirtækisins, sem notaðir eru við læknisfræðilegar rannsóknir, en ORF Líftækni býður upp á meira úrval af vaxtarþáttum sem framleiddir eru í plöntum en nokkurt annað fyrirtæki í heiminum," segir í tilkynningu ORF. „Eftir tíu ára rannsókna- og þróunarstarf hefur sala á framleiðsluafurðum ORF Líftækni margfaldast á síðustu misserum og á síðasta ársfjórðungi 2011 var afkoma félagsins jákvæð. Á árinu 2011 námu tekjur ORF Líftækni ríflega 360 milljónum króna og höfðu þrefaldast frá árinu 2010. Gert er ráð fyrir því að tekjur fyrirtækisins muni enn tvöfaldast á þessu ári, með aukinni sölu og sókn á nýja útflutningsmarkaði. ORF Líftækni er vaxandi nýsköpunarfyrirtæki á sviði líftækni sem er leiðandi í framleiðslu hágæða sérvirkra próteina fyrir læknisrannsóknir, húðvörur og líftækniiðnað. Með þróun og nýtingu á einstakri framleiðsluaðferð sinni, sameindaræktun í byggi, stefnir ORF Líftækni að enn frekari uppbyggingu sem hátæknifyrirtæki í fremstu röð á alþjóðlegum markaði. Hjá ORF Líftækni starfa nú um 40 manns," segir í tilkynningu frá ORF. Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
ORF Líftækni hefur nú lokið hlutafjáraukningu upp á 300 milljónir króna í samstarfi við Arctica Finance. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ORF Líftækni. Fjórtán innlendir og erlendir fjárfestar tóku þátt í hlutafjáraukningunni og var umframáskrift 13,7%. „Fjármagnið hyggst ORF Líftækni nýta til áframhaldandi uppbyggingar á framleiðslu fyrirtækisins og til aukins markaðsstarfs erlendis. Hluthafar ORF Líftækni eftir hlutafjáraukninguna eru um 80 talsins," segir í fréttatilkynningu frá ORF. Mikill árangur hefur náðst í markaðssetningu á framleiðsluafurðum ORF Líftækni bæði hér heima og erlendis, að því er segir í tilkynningu ORF. Sif Cosmetics, dótturfélag fyrirtækisins, sér um markaðssetningu á húðvörum með frumuvökum sem framleiddir eru af ORF Líftækni. EGF húðvörurnar eru mest seldu húðvörurnar á Íslandi í dag og BIOEFFECT® húðvörulína fyrirtækisins. „Þá er mikill áhugi hjá stórum líftæknifyrirtækjum á ISOkine™ vaxtarþáttum fyrirtækisins, sem notaðir eru við læknisfræðilegar rannsóknir, en ORF Líftækni býður upp á meira úrval af vaxtarþáttum sem framleiddir eru í plöntum en nokkurt annað fyrirtæki í heiminum," segir í tilkynningu ORF. „Eftir tíu ára rannsókna- og þróunarstarf hefur sala á framleiðsluafurðum ORF Líftækni margfaldast á síðustu misserum og á síðasta ársfjórðungi 2011 var afkoma félagsins jákvæð. Á árinu 2011 námu tekjur ORF Líftækni ríflega 360 milljónum króna og höfðu þrefaldast frá árinu 2010. Gert er ráð fyrir því að tekjur fyrirtækisins muni enn tvöfaldast á þessu ári, með aukinni sölu og sókn á nýja útflutningsmarkaði. ORF Líftækni er vaxandi nýsköpunarfyrirtæki á sviði líftækni sem er leiðandi í framleiðslu hágæða sérvirkra próteina fyrir læknisrannsóknir, húðvörur og líftækniiðnað. Með þróun og nýtingu á einstakri framleiðsluaðferð sinni, sameindaræktun í byggi, stefnir ORF Líftækni að enn frekari uppbyggingu sem hátæknifyrirtæki í fremstu röð á alþjóðlegum markaði. Hjá ORF Líftækni starfa nú um 40 manns," segir í tilkynningu frá ORF.
Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira