Seðlabankinn hefur þrjár vikur til að upplýsa um ástæðu húsleitar Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 28. mars 2012 12:20 Mynd/Pjetur Seðlabanki Íslands getur beðið í allt að þrjár vikur með að upplýsa um ástæðu húsleitar á skrifstofum Samherja í gær. Málið er nú í rannsókn. Hátt í þrjátíu manns á vegum gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands, tollstjóra og embættis sérstaks saksóknara framkvæmdu mjög umfangsmiklar húsleitir í höfuðstöðvum Samherja í Reykjavík og á Akureyri í gær. Stjórn Samherja hefur ekki fengið neinar upplýsingar um á hvaða grundvelli húsleitin var framkvæmd en samkvæmt lögum um meðferð sakamála hefur rannsóknaraðili allt að þrjár vikur til að veita sakborgningi aðgang að gögnum. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja sagði í viðtali við Stöð tvö í gær að rannsóknin byggðist meðal annars á viðskiptum félagsins með karfa í gegnum dótturfélag Samherja í Þýskalandi. Sjónvarpsþátturinn Kastljós fjallaði um málið í gær og var því haldið fram að Samherji hafi á síðustu árum selt afla til erlends dótturfélags á mun lægra verði en gengur og gerist í almennum viðskiptum og þar með brotið gegn ákvæðum gjaldeyrislaga. Þorsteinn sagði hins vegar Seðlabankann hafa yfirfarið alla verkferla félagsins við sölu til útlanda og það hafi engin lög brotið. Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans fer með rannsókn málsins og hefur fengið aðstoð frá embætti sérstaks saksóknara. Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu í dag og vísaði alfarið á Seðlabankann. Hjá Seðlabankanum fengust hins vegar þau svör að rannsókn á málinu væri hafin og verið væri að vinna úr þeim gögnum sem safnað var í gær. Enginn tímarammi hefur verið settur um rannsóknina en Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri Seðlabankans segir að farið verði að lögum og reglum. Þá vildi hann ekki gefa nein ítarlegri svör um ákvaða rökum húsleitarheimildin byggðist né hvort gripið verði til frekari aðgerða, svo sem yfirheyrslna vegna málsins. Samherji og Seðlabankinn Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Sjá meira
Seðlabanki Íslands getur beðið í allt að þrjár vikur með að upplýsa um ástæðu húsleitar á skrifstofum Samherja í gær. Málið er nú í rannsókn. Hátt í þrjátíu manns á vegum gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands, tollstjóra og embættis sérstaks saksóknara framkvæmdu mjög umfangsmiklar húsleitir í höfuðstöðvum Samherja í Reykjavík og á Akureyri í gær. Stjórn Samherja hefur ekki fengið neinar upplýsingar um á hvaða grundvelli húsleitin var framkvæmd en samkvæmt lögum um meðferð sakamála hefur rannsóknaraðili allt að þrjár vikur til að veita sakborgningi aðgang að gögnum. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja sagði í viðtali við Stöð tvö í gær að rannsóknin byggðist meðal annars á viðskiptum félagsins með karfa í gegnum dótturfélag Samherja í Þýskalandi. Sjónvarpsþátturinn Kastljós fjallaði um málið í gær og var því haldið fram að Samherji hafi á síðustu árum selt afla til erlends dótturfélags á mun lægra verði en gengur og gerist í almennum viðskiptum og þar með brotið gegn ákvæðum gjaldeyrislaga. Þorsteinn sagði hins vegar Seðlabankann hafa yfirfarið alla verkferla félagsins við sölu til útlanda og það hafi engin lög brotið. Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans fer með rannsókn málsins og hefur fengið aðstoð frá embætti sérstaks saksóknara. Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu í dag og vísaði alfarið á Seðlabankann. Hjá Seðlabankanum fengust hins vegar þau svör að rannsókn á málinu væri hafin og verið væri að vinna úr þeim gögnum sem safnað var í gær. Enginn tímarammi hefur verið settur um rannsóknina en Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri Seðlabankans segir að farið verði að lögum og reglum. Þá vildi hann ekki gefa nein ítarlegri svör um ákvaða rökum húsleitarheimildin byggðist né hvort gripið verði til frekari aðgerða, svo sem yfirheyrslna vegna málsins.
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Sjá meira