Viðskipti innlent

Algjör viðsnúningur í afstöðu til ESB

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tæp 69% félagsmanna í Samtökum iðnaðarins myndu kjósa á móti ef Evrópusambandsaðild væri borin undir þjóðaratkvæði í dag. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem greint er frá á vef Samtaka iðnaðarins. Þar kemur jafnframt fram að viðhorf félagsmanna til upptöku Evru hefur ekki áður mælst jafn neikvætt og nú; um 36% eru hlynntir og um 45% andvígir.

Helstu niðurstöður könnunarinnar eru að mjög skiptar skoðanir eru um hvort draga eigi umsókn um aðild að Evrópusambandinu tilbaka en u.þ.b. jafn margir eru fylgjandi og andvígir. Mun fleiri eru hlynntir því að ljúka aðildarviðræðum (44%) en eru hlynntir aðild að Evrópusambandinu (27%). Tæplega 59% félagsmanna eru andvígir Evrópusambandsaðild og hefur þeim fjölgað um rúm 19 prósentustig frá árinu 2007.

Könnunin var gerð dagana 12. janúar - 7. febrúar 2012. Úrtakið var 593 og svöruðu 374. Svarhlutfall 63,1%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×