NBA í nótt: Kobe góður með grímuna | Lin öflugur í sigri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. mars 2012 09:00 Kobe á fullu með grímuna í leiknum gegn Minnesota í nótt. Mydn/AP Kobe Bryant skoraði 31 stig er LA Lakers vann góðan sigur á Minnesota Timberwolves, 104-85, í NBA-deildinni nótt. Bryant spilaði með grímu í leiknum þar sem hann nefbrotnaði í stjörnuleiknum um helgina. Kobe var nálægt því að ná þrefaldri tvennu en hann tók átta fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Var þetta sautjándi sigur Lakers á Minnesota í röð. Dwayne Wade, leikmaður Miami, nefbraut Bryant í stjörnuleiknum og gaf honum heilahristing þar að auki. Þó var um óviljaverk að ræða enda baðst Wade margoft afsökunar. Það virtist ekki koma að sök þó svo að Bryant hafi verið með grímu enda nýtti hann níu af tíu vítaskotum sínum í leiknum. Pau Gasol kom næstur með fimmtán stig og Andrew Bynum var með þrettán stig og þrettán fráköst. Kevin Love spilaði ekki með Minnesota þar sem hann er veikur. Michael Beasley og Martell Webster skoruðu fjórtán stig hvor. Jeremy Lin var með nítján stig og þrettán stoðsendingar þegar að New York Knicks hafði betur gegn Cleveland, 120-103. Carmelo Anthony var þó stigahæstur leikmaður Knicks með 22 stig. New York spilaði reyndar skelfilega í fyrri hálfleik en gekk betur þegar varamenn fengu meira að spila í síðari hálfleiknum. New York vann seinni hálfleikinn með 71 stigi gegn 42. Oklahoma City vann Philadelphia, 92-88, og þar með sinn sjötta leik í röð þrátt fyrir að hafa verið sjö stigum undir í fjórða leikhluta. Kevin Durant skoraði átta stig á lokakafla leiksins og alls 23 í leiknum.Úrslit næturinnar: Philadelphia - Oklahoma City 88-92 Orlando - Washington 95-102 Boston - Milwaukee 102-96 New York - Cleveland 120-103 Atlanta - Golden State 82-85 Detroit - Charlotte 109-94 Memphis - Dallas 96-85 New Orleans - Toronto 84-95 San Antonio - Chicago 89-96 Denver - Portland 104-95 Utah - Houston 104-83 LA Lakers - Minnesota 104-85 NBA Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Sjá meira
Kobe Bryant skoraði 31 stig er LA Lakers vann góðan sigur á Minnesota Timberwolves, 104-85, í NBA-deildinni nótt. Bryant spilaði með grímu í leiknum þar sem hann nefbrotnaði í stjörnuleiknum um helgina. Kobe var nálægt því að ná þrefaldri tvennu en hann tók átta fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Var þetta sautjándi sigur Lakers á Minnesota í röð. Dwayne Wade, leikmaður Miami, nefbraut Bryant í stjörnuleiknum og gaf honum heilahristing þar að auki. Þó var um óviljaverk að ræða enda baðst Wade margoft afsökunar. Það virtist ekki koma að sök þó svo að Bryant hafi verið með grímu enda nýtti hann níu af tíu vítaskotum sínum í leiknum. Pau Gasol kom næstur með fimmtán stig og Andrew Bynum var með þrettán stig og þrettán fráköst. Kevin Love spilaði ekki með Minnesota þar sem hann er veikur. Michael Beasley og Martell Webster skoruðu fjórtán stig hvor. Jeremy Lin var með nítján stig og þrettán stoðsendingar þegar að New York Knicks hafði betur gegn Cleveland, 120-103. Carmelo Anthony var þó stigahæstur leikmaður Knicks með 22 stig. New York spilaði reyndar skelfilega í fyrri hálfleik en gekk betur þegar varamenn fengu meira að spila í síðari hálfleiknum. New York vann seinni hálfleikinn með 71 stigi gegn 42. Oklahoma City vann Philadelphia, 92-88, og þar með sinn sjötta leik í röð þrátt fyrir að hafa verið sjö stigum undir í fjórða leikhluta. Kevin Durant skoraði átta stig á lokakafla leiksins og alls 23 í leiknum.Úrslit næturinnar: Philadelphia - Oklahoma City 88-92 Orlando - Washington 95-102 Boston - Milwaukee 102-96 New York - Cleveland 120-103 Atlanta - Golden State 82-85 Detroit - Charlotte 109-94 Memphis - Dallas 96-85 New Orleans - Toronto 84-95 San Antonio - Chicago 89-96 Denver - Portland 104-95 Utah - Houston 104-83 LA Lakers - Minnesota 104-85
NBA Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Sjá meira