Körfubolti

Sigurganga Sundsvall á enda | Jamtland vann Solna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlynur Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson.
Hlynur Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson. Mynd/Valli
Sundsvall Dragons tókst ekki að komast á toppinn í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið tapaði á Sodertelje Kings í toppslagnum en Sundsvall var búið að vinna sjö leiki í röð fyrir leikinn. Brynjar Þór Björnsson og félagar í Jamtland Basket unnu á sama tíma góðan útisigur á Solna Vikings.

Sundsvall Dragons tapaði 80-91 á móti Sodertelje Kings á útivelli en liðin voru fyrir leikinn jöfn í fyrsta til þriðja sæti ásamt Norrkoping Dolphins. Hlynur Bæringsson var með 16 stig og 6 fráköst fyrir Sundsvall en Jakob Örn Sigurðarson skoraði 10 stig. Pavel Ermolinskij er enn meiddur.

Jamtland Basket er ekki búið að gefa alla von um sæti í úrslitakeppninni en liðið þurfti að vinna Solna Vikings í kvöld til að eiga enn möguleika. Jamtland vann leikinn 93-83. Brynjar Þór Björnsson skoraði 8 stig, tók 4 fráköst og gaf 3 stoðsendingar fyrir Jamtland en Logi Gunnarsson var með 16 stig hjá Solna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×