Handbolti

Aron Pálmarsson ræddi um handbolta og Chelsea í Boltanum á X-inu 977

Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handknattleik, var í viðtali í Boltanum á X-inu 977 við Valtý Björn Valtýsson. Aron, sem leikur með Kiel í efstu deild í Þýskalandi verður í eldlínunni í dag þegar lið hans tekur á móti Rhein-Neckar Löwen kemur í heimsókn í dag.

Í viðtalinu ræddi Aron m.a. um heimkomu sína frá EM í Serbíu en hann fékk m.a. matareitrun. Aron sér ekki fram á að geta gefið kost á sér í landsliðsverkefni sem eru á svipuðum tíma og 8—liða úrsltin í Meistaradeild Evrópu fara fram.

Fótboltinn kom aðeins við sögu en Aron er eldheitur stuðningsmaður Chelsea sem tapaði 3-1 á útivelli gegn Napólí í gær á Ítalíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×