Papademos ítrekar mikilvægi þess að samþykkja aðgerðaráætlun 12. febrúar 2012 11:13 Lucas Papademos. Forsætisráðherra Grikklands, Lucas Papademos, sagði við grísku þjóðina í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi að lífsstíll þjóðarinnar myndi breytast með afgerandi hætti yrði umdeild neyðaraðgerðaráætlun um mikinn niðurskurð ekki samþykkt. Gríska þingið og fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkja eiga enn eftir að samþykkja aðgerðaáætlun um mikinn niðurskurð ríkisútgjalda til þess að Grikkland geti fengið 130 milljarða evra neyðarlán frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Í gær sögðu fimm ráðherrar sögðu af sér í gær vegna málsins. Þá hafa verkföll staðið yfir síðan í gær auk þess sem þúsundir hafa mótmælt á götum úti. Aðgerðirnar eru afar róttækar og felast m.a. í uppsögn á fimmtán þúsund opinberum starfsmönnum, lækkun lægstu launa um ríflega 20 prósent, úr 751 evrum á mánuði, þ.e. liðlega 120 þúsund krónum, í 600 evrur, eða 95 þúsund, og síðan endurbótum á lífeyriskerfi landsins. Þær fela m.a. í sér fimmtán prósent lækkun á lífeyrisgreiðslum. Lucas var beinlínis hársbreidd frá því að spá algjöru efnahagshruni þjóðarinnar samkvæmt frétt BBC um málið. Það er því óhætt að segja að ráðherrann hafi verið ómyrkur í máli þegar hann reyndi að brýna nauðsyn þess að samþykkja aðgerðirnar fyrir grísku þjóðinni, sem standa frammi fyrir gríðarlegum efnahagslegum erfiðleikum. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Forsætisráðherra Grikklands, Lucas Papademos, sagði við grísku þjóðina í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi að lífsstíll þjóðarinnar myndi breytast með afgerandi hætti yrði umdeild neyðaraðgerðaráætlun um mikinn niðurskurð ekki samþykkt. Gríska þingið og fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkja eiga enn eftir að samþykkja aðgerðaáætlun um mikinn niðurskurð ríkisútgjalda til þess að Grikkland geti fengið 130 milljarða evra neyðarlán frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Í gær sögðu fimm ráðherrar sögðu af sér í gær vegna málsins. Þá hafa verkföll staðið yfir síðan í gær auk þess sem þúsundir hafa mótmælt á götum úti. Aðgerðirnar eru afar róttækar og felast m.a. í uppsögn á fimmtán þúsund opinberum starfsmönnum, lækkun lægstu launa um ríflega 20 prósent, úr 751 evrum á mánuði, þ.e. liðlega 120 þúsund krónum, í 600 evrur, eða 95 þúsund, og síðan endurbótum á lífeyriskerfi landsins. Þær fela m.a. í sér fimmtán prósent lækkun á lífeyrisgreiðslum. Lucas var beinlínis hársbreidd frá því að spá algjöru efnahagshruni þjóðarinnar samkvæmt frétt BBC um málið. Það er því óhætt að segja að ráðherrann hafi verið ómyrkur í máli þegar hann reyndi að brýna nauðsyn þess að samþykkja aðgerðirnar fyrir grísku þjóðinni, sem standa frammi fyrir gríðarlegum efnahagslegum erfiðleikum.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira