Phil Mickelson var sex höggum á eftir Charlie Wi og fimm höggum á eftir Tiger Woods fyrir lokadaginn á Pebble Beach í gær. Mickelson átti stórkostlegan lokadag á meðan spilamennska Tiger hrundi en Mickelson spilaði lokadaginn á 11 færri höggum en Tiger og vann frábæran sigur.
"Ég fæ alltaf mikinn innblástur er ég spila með Tiger. Það er frábært að spila með honum og hann dregur fram það besta í mér. Vonandi mun hans spilamennska halda áfram að batna og að við spilum saman fleiri lokahringi," sagði Mickelson sem hefur haft betur gegn Tiger í síðustu fimm skipti sem þeir hafa spilað saman lokahring.
Mickelson spilaði á 64 höggum en Tiger varð að sætta sig við 75 högg en nákvæmlega ekkert gekk upp hjá honum.
"Ég var ekki að slá eins illa og skorið segir en púttin mín voru skelfileg. Mér leið illa á flötunum. Það gekk ekkert upp og ég gerði haug af mistökum á flötunum."
Mickelson endaði mótið á 17 höggum undir pari en Wi varð annar á 14 höggum undir pari.
Mickelson valtaði yfir Tiger | Tiger dregur fram það besta í mér

Mest lesið




Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi
Körfubolti

Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann
Handbolti



Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota
Enski boltinn

