H&M draumur Íslendinga rætist ekki í bráð Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. janúar 2012 10:15 Eins og sést voru menn farnir að boða opnun verslunarinnar á Íslandi. Merkingin er ákaflega smekkleg en hún var farin þegar fréttastofa kannaði málið í morgun. Svo virðist sem H&M draumur Íslendinga rætist ekki í bráð. Eins og Vísir greindi frá í nótt var búið að birta auglýsingaskilti á glugga á Laugavegi, þar sem verslunin Sautján stóð áður, en á rúðunni stóð að til stæði að opna H&M verslun á Íslandi. „Þetta eru gjörningamenn sem eru búnir að festa McDonalds merki á einum stað og H&M á öðrum," segir Jakob Frímann Magnússon miðborgarstjóri. Upplýsingadeild H&M í Svíþjóð staðfestir líka í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis að engar fyrirætlanir séu um að opna verslun á Íslandi. Búið var að fjarlægja merkið úr glugganum þegar fréttastofu bar þar að garði í morgun. Jakob Frímann Magnússon segist ekki vita hverjir hafi fest miðann á verslunina á Laugavegi. „Þetta eru listamenn með stóru L-i. En nákvæmlega hverjir vitum við ekki. Þetta er nú bara til að framkalla lítið bros í snjósköflunum. Við erum hér nokkrir stjórnarmenn í miðborginni að hlæja að þessu," segir Jakob Frímann og bætir því við að þetta sé eflaust einungis gert til að koma fólki á óvart og gleðja. „Þetta er gamansemi og gjörningur en ekki raunveruleikinn," segir Jakob Frímann. Það er þó morgunljóst að áhugi Íslendinga á að fá H&M verslun er fyrir hendi. Fyrir ári síðan var greint frá því í Fréttablaðinu að viðræður stæðu yfir um opnun verslunar á Íslandi. Slík opnun yrði með því skilyrði að verslanir yrðu á tveimur stöðum og yrðu þær þá sennilegast í umræddu húsi á Laugavegi og í Smáralind. Þá er skemmst frá því að segja að fréttin sem birtist á Vísi í nótt um að verið væri að boða opnun verslunarinnar vakti gríðarlega athygli hjá lesendum. Tengdar fréttir Boða opnun H&M á Íslandi Svo virðist vera sem búið sé að ákveða að opna H&M verslanir á Íslandi. Í það minnsta hafði sjónarvottur samband við fréttamann á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis þegar að hann sá nú í kvöld að á Laugavegi, þar sem verslunin 17 var áður, er búið að hengja upp skilti þar sem opnun verslunarinnar er boðuð. 27. janúar 2012 01:31 Hagnaður H&M 123 milljarðar á síðasta ársfjórðungi Hagnaður sænsku verslunarkeðjunnar Hennes & Mauritz á fjórða ársfjórðungi í fyrra nam 6,8 milljörðum sænskra króna eða sem svarar til 123 milljarða króna. 27. janúar 2012 09:36 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Svo virðist sem H&M draumur Íslendinga rætist ekki í bráð. Eins og Vísir greindi frá í nótt var búið að birta auglýsingaskilti á glugga á Laugavegi, þar sem verslunin Sautján stóð áður, en á rúðunni stóð að til stæði að opna H&M verslun á Íslandi. „Þetta eru gjörningamenn sem eru búnir að festa McDonalds merki á einum stað og H&M á öðrum," segir Jakob Frímann Magnússon miðborgarstjóri. Upplýsingadeild H&M í Svíþjóð staðfestir líka í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis að engar fyrirætlanir séu um að opna verslun á Íslandi. Búið var að fjarlægja merkið úr glugganum þegar fréttastofu bar þar að garði í morgun. Jakob Frímann Magnússon segist ekki vita hverjir hafi fest miðann á verslunina á Laugavegi. „Þetta eru listamenn með stóru L-i. En nákvæmlega hverjir vitum við ekki. Þetta er nú bara til að framkalla lítið bros í snjósköflunum. Við erum hér nokkrir stjórnarmenn í miðborginni að hlæja að þessu," segir Jakob Frímann og bætir því við að þetta sé eflaust einungis gert til að koma fólki á óvart og gleðja. „Þetta er gamansemi og gjörningur en ekki raunveruleikinn," segir Jakob Frímann. Það er þó morgunljóst að áhugi Íslendinga á að fá H&M verslun er fyrir hendi. Fyrir ári síðan var greint frá því í Fréttablaðinu að viðræður stæðu yfir um opnun verslunar á Íslandi. Slík opnun yrði með því skilyrði að verslanir yrðu á tveimur stöðum og yrðu þær þá sennilegast í umræddu húsi á Laugavegi og í Smáralind. Þá er skemmst frá því að segja að fréttin sem birtist á Vísi í nótt um að verið væri að boða opnun verslunarinnar vakti gríðarlega athygli hjá lesendum.
Tengdar fréttir Boða opnun H&M á Íslandi Svo virðist vera sem búið sé að ákveða að opna H&M verslanir á Íslandi. Í það minnsta hafði sjónarvottur samband við fréttamann á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis þegar að hann sá nú í kvöld að á Laugavegi, þar sem verslunin 17 var áður, er búið að hengja upp skilti þar sem opnun verslunarinnar er boðuð. 27. janúar 2012 01:31 Hagnaður H&M 123 milljarðar á síðasta ársfjórðungi Hagnaður sænsku verslunarkeðjunnar Hennes & Mauritz á fjórða ársfjórðungi í fyrra nam 6,8 milljörðum sænskra króna eða sem svarar til 123 milljarða króna. 27. janúar 2012 09:36 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Boða opnun H&M á Íslandi Svo virðist vera sem búið sé að ákveða að opna H&M verslanir á Íslandi. Í það minnsta hafði sjónarvottur samband við fréttamann á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis þegar að hann sá nú í kvöld að á Laugavegi, þar sem verslunin 17 var áður, er búið að hengja upp skilti þar sem opnun verslunarinnar er boðuð. 27. janúar 2012 01:31
Hagnaður H&M 123 milljarðar á síðasta ársfjórðungi Hagnaður sænsku verslunarkeðjunnar Hennes & Mauritz á fjórða ársfjórðungi í fyrra nam 6,8 milljörðum sænskra króna eða sem svarar til 123 milljarða króna. 27. janúar 2012 09:36