Handbolti

Íslendingar treysta á Dani gegn Serbum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Líklega munu flestir Íslendingar styðja frændur sína Dani í úrslitaleik Evrópumótsins í handbolta í dag. Ríkari ástæða er til þess nú en alla jafna því sigur Dana eykur líkur Íslands á sæti á Ólympíuleikunum í London til muna.

Fari svo að Danir hafi betur gegn Serbum lenda Íslendingar í töluvert léttari riðli í undankeppni fyrir Ólympíuleikana. Ísland færi í riðil með Króatíu, Japan og Síle en tvær efstu þjóðirnar í riðlinum tryggja sér sæti í London.

Standi heimamenn í Serbíu uppi sem sigurvegarar lenda Íslendingar í riðli með Spáni, Slóveníu og Brasilíu. Slóvenar stóðu sig með mikilli prýði á Evrópumótinu, sigruðu Íslendinga og höfnuðu að lokum í 6. sæti í keppninni. Þá hafa Spánverjar verið stórþjóð í handbolta um árabil og því útlit fyrir hörkubaráttu þjóðanna þriggja um sætin tvö.

Úrslitaleikur Dana og Serba hefst klukkan 16 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.


Tengdar fréttir

Ísland heldur með öllum nema Serbum

Eftir að Danmörk tryggði sér sæti í undanúrslitum EM í handbolta er ljóst að bara Serbía getur komið í veg fyrir að Ísland fái auðveldasta riðilinn í undankeppni Ólympíuleikanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×