Handbolti

Ísland heldur með öllum nema Serbum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mikkel Hansen og félagar gerðu Íslandi mikinn greiða í dag.
Mikkel Hansen og félagar gerðu Íslandi mikinn greiða í dag. Nordic Photos / Getty Images
Eftir að Danmörk tryggði sér sæti í undanúrslitum EM í handbolta er ljóst að bara Serbía getur komið í veg fyrir að Ísland fái auðveldasta riðilinn í undankeppni Ólympíuleikanna.

Serbía, Danmörk, Spánn og Króatía munu spila í undanúrslitum keppninnar en ef einhver af þremur síðastnefndu þjóðunum verður Evrópumeistari mun Ísland færast á milli riðla í undankeppni Ólympíuleikanna og spila fyrir vikið í mun auðveldari riðli.

Ísland er nú í riðli með Spáni, Brasilíu og þeirri Evrópuþjóð sem nær þriðja besta árangrinum á EM í Serbíu af þeim þjóðum sem voru ekki búnar að tryggja sér sæti í undankeppninni áður en EM hófst.

Ef Danmörk, Spánn eða Króatía verða Evrópumeistarar færist Ísland hins vegar í riðil með Japan, Síle og annað hvort Svíþjóð eða Króatíu. Gríðarlegur styrkleikamunur er á þessum tveimur riðlum.

Serbía mætir Króatíu í undanúrslitum og ljóst að ef Króatar vinna þann leik er Ísland öruggt með sæti í auðvelda riðlinum.

Hér fyrir neðan má lesa ítarlega úttekt á flókni fyrirkomulagi sem notast er við í undankeppni Ólympíuleikanna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×