Viðskipti innlent

Auglýst eftir nær 50 starfsmönnum á Suðurlandi

Auglýst er eftir hátt í 50 starfsmönnum til starfa á Suðurlandi, í Dagskránni, fréttablaði Suðurlands, sem kemur út í dag.

Mestu munar að Dominos Pizza og Nettó óska eftir liðlega 20 starfsmönnum í nýjar starfsstöðvar sínar á Selfossi, en annars vantar starfsmenn í margar greinar.

Utan þessa verða ráðnir 40 starfsmenn í fyrsta áfanga nýs ylræktarvers á Hellisheiði, en þeir verða 150 þegar verið verður komið í fulla stærð eftir tvö ár, segir í Dagskránni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×