Viðskipti innlent

Hæfi Gunnars til umfjöllunar hjá stjórn FME

Gunnar Andersen, forstjóri FME.
Gunnar Andersen, forstjóri FME.
Stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) mun ræða álitamál er snúa að hæfi Gunnars Andersen, forstjóra stofnunarinnar, á fundi sínum í dag auk annarra mála. Andri Árnason hrl. hefur lokið við yfirferð á máli er snéri að meintu vanhæfi Gunnars og hefur stjórn FME fengið greinargerð frá Andra inn á sitt borð til umfjöllunar.

Sigurður Valgeirsson, upplýsingafulltrúi FME, segir að stjórnarfundurinn sé á dagskrá eftir hádegið en hann gat ekki að svo stöddu tjáð sig um hvaða mál væru á formlegri dagskrá fundarins.

Andri hefur áður skilað greinargerð um störf Gunnars til stjórnar FME þar sem hann fór yfir það hvort eitthvað í fyrri störfum hans, meðal annars fyrir Landsbankann fyrir einkavæðingu hans árið 2002, hafi getað leitt til vanhæfi hans.

Eftir umfjöllun Kastljóss RÚV, um aðkomu Gunnars að aflandsfélögum Landsbankans fyrir einkavæðingu hans, seint á síðasta ári fól stjórn FME Andra Árnasyni lögmanni að meta hæfi hans á nýjan leik og þá hvort einhverjar nýjar upplýsingar um störf hans hafi komið fram. Byggir grieinargerð hans nú á þeirri vinnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×