Viðskipti innlent

Síminn ætlar með 3G netlyklamálið fyrir dómstóla

Síminn ætlar að fara með 3G netlyklamálið svokallaða fyrir dómastóla eftir að áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfesti ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í dag.

Í tilkynningu frá Símanum segir að niðurstaðan áfrýjunarnefndarinnar séu vonbrigði og fyrirtækið fallist ekki á að það hafi verið í markaðsráðandi stöðu þegar 3G netlyklatilboðið var gert 2009 „enda var hlutdeild félagsins í 3G gagnaflutningsþjónustu með netlykli um 35-40% á meðan hlutdeild. Nova var á sama tíma á bilinu 45-50%."

Síminn telur að niðurstaðan sé þar af leiðandi óvenjuleg í framkvæmd samkeppniseftirlitsins. Tilboð Símans hafi ekki falið í sér undirverðlagningu heldur hafi byggst á eðlilegum viðskiptaforsendum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×