Viðskipti innlent

Faxaflóahafnir semja um lífeyrisskuldbindingar á Akranesi

Hafnarstjórn Faxaflóahafna hefur heimilað Gísla Gíslasyni hafnarstjóra að leita eftir samningum við Lífeyrissjóð Akraneskaupstaðar um uppgreiðslu lífeyrisskuldbindinga Faxaflóahafna hjá sjóðnum.

Gísli Gíslason segir að um sé að ræða rúmlega 70 milljónir króna og hann á von á að samningar gangi hratt og vel fyrir sig.

Forsaga málsins er að þegar Faxaflóahafnir voru stofnaðar árið 2005 átti að flytja lífeyrisskuldbindingar starfsmanna þeirra hafna sem stóðu að stofnunni yfir til Faxaflóahafna. Lífeyrisskuldbindingar starfsmanna í Reykjavík voru strax fluttar yfir þetta ár en þær námu um einum milljarði króna á þeim tíma.

„Við erum að binda endahnútinn á þetta mál," segir Gísli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×