Viðskipti innlent

Tæplega 800 sagt upp í hópuppsögnum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Á nýliðnu ári var 752 manns sagt upp í 23 hópuppsögnum, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Flestar uppsagnirnar voru í byggingariðnaði, eða um þriðjungur. Tæplega 70% uppsagnanna voru á höfuðborgarsvæðinu, um 9% á Vestfjörðum og 7% á Suðurnesjum, en færri í öðrum landshlutum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×