Viðskipti innlent

Áætla 452 milljóna halla hjá Reykjanesbæ í ár

Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir þetta ár gerir ráð fyrir að 452 milljón króna halli verði á bæjarsjóði, það er A og B hluta.

Hvað varðar A hlutann er gert ráð fyrir 230 milljón króna rekstrarafgangi. Í tilkynningu segir hvað B hlutann varðar að áfram sé gert ráð fyrir að mikill fjármagnskostnaður falli á Reykjaneshöfn og félagslegar fasteignir bæjarins og skýri það hallann.

Fjárhagsáætlunin var samþykkt á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×