Nýtt vaxtaskeið í farþegaflugi - eldgosi og ferðaátaki að þakka 4. janúar 2012 15:41 Leifsstöð. Flugfarþegum á Keflavíkurflugvelli fjölgaði um 17,9% á árinu 2011 miðað við árið 2010. Alls lögðu 2.112.017 farþegar leið sína um flugvöllinn á árinu, þar af tæplega 1,7 milljón á leið til og frá landinu sem er um 16,3% aukning. Á sama tíma fjölgaði skiptifarþegum, það er þeim farþegum sem millilenda á Keflavíkurflugvelli til að halda áfram för, um 25%, eða úr 330 þúsund í 412 þúsund farþega. Þetta er næstmesti farþegafjöldi sem farið hefur um flugvöllinn á einu ári og nálgast metárið 2007 með 2.182.232 farþega, og álíka hlutfallsleg aukning og varð árið 2004 eftir mikinn samdrátt í farþegaflugi í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar í New York. Fjölgun farþega undanfarin tvö ár er talin vísbending um að nýtt vaxtarskeið sé hafið í farþegaflugi eftir samdrátt í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008. Forráðamenn í flugi og ferðaþjónustu á Íslandi telja að þennan vöxt megi m.a. þakka athygli sem Ísland fékk í kjölfar eldgosanna á síðustu tveimur árum og góðum árangri markaðsátaksins Inspired by Iceland sem hrundið var af stað í maí 2010, auknu sætaframboði flugfélaganna í flugi til landsins sem og nýrra tækifæra sem opnast hafa með tilkomu Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúss. Skiptifarþegum á Keflavíkurflugvelli hefur fjölgað um 73% frá árinu 2009. Spáð er frekari farþegaaukningu á næstu árum og áætlar Isavia að farþegum á Keflavíkurflugvelli fjölgi um 7,5% á þessu ári. Icelandair hefur boðað að flugáætlun ársins 2012 verði sú umfangsmesta í sögu félagsins og ný flugfélög hafa boðað komu sína inn á markaðinn og önnur aukið sætaframboð sitt. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Flugfarþegum á Keflavíkurflugvelli fjölgaði um 17,9% á árinu 2011 miðað við árið 2010. Alls lögðu 2.112.017 farþegar leið sína um flugvöllinn á árinu, þar af tæplega 1,7 milljón á leið til og frá landinu sem er um 16,3% aukning. Á sama tíma fjölgaði skiptifarþegum, það er þeim farþegum sem millilenda á Keflavíkurflugvelli til að halda áfram för, um 25%, eða úr 330 þúsund í 412 þúsund farþega. Þetta er næstmesti farþegafjöldi sem farið hefur um flugvöllinn á einu ári og nálgast metárið 2007 með 2.182.232 farþega, og álíka hlutfallsleg aukning og varð árið 2004 eftir mikinn samdrátt í farþegaflugi í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar í New York. Fjölgun farþega undanfarin tvö ár er talin vísbending um að nýtt vaxtarskeið sé hafið í farþegaflugi eftir samdrátt í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008. Forráðamenn í flugi og ferðaþjónustu á Íslandi telja að þennan vöxt megi m.a. þakka athygli sem Ísland fékk í kjölfar eldgosanna á síðustu tveimur árum og góðum árangri markaðsátaksins Inspired by Iceland sem hrundið var af stað í maí 2010, auknu sætaframboði flugfélaganna í flugi til landsins sem og nýrra tækifæra sem opnast hafa með tilkomu Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúss. Skiptifarþegum á Keflavíkurflugvelli hefur fjölgað um 73% frá árinu 2009. Spáð er frekari farþegaaukningu á næstu árum og áætlar Isavia að farþegum á Keflavíkurflugvelli fjölgi um 7,5% á þessu ári. Icelandair hefur boðað að flugáætlun ársins 2012 verði sú umfangsmesta í sögu félagsins og ný flugfélög hafa boðað komu sína inn á markaðinn og önnur aukið sætaframboð sitt.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira