Viðskipti innlent

Dótturfyrirtæki Actavis greiðir tugi milljarða króna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Höfuðstöðvar Actavis á Íslandi.
Höfuðstöðvar Actavis á Íslandi.
Dótturfyrirtæki Actavis Group hefur samþykkt að greiða tæplega 119 milljónir bandaríkjadala, tæplega 15 milljarða íslenskra króna, vegna ásakana af hálfu bandarískra stjórnvalda og fjögurra fylkisstjórna í Bandaríkjunum um að hafa ofrukkað fyrrgreinda aðila vegna lyfja.

Dómssáttin var birt 29. desember síðastliðinn í alríkisdómstól í Boston, degi eftir að Actavis hafði samþykkt að greiða Texasfylki 84 milljónir bandaríkjadala, eða 10 milljarða króna, af sömu ástæðu. Heildarupphæðin nemur því um 25 milljörðum íslenskra króna.

Fylkin sem dómssáttin, sem gerð var nú fyrir áramót, sneri að eru New York, Flórída, Suður-Karólína og Iowa, eftir því sem Bloomberg fréttaveitan greinir frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×