Viðskipti innlent

Ingólfur var hæfur til þess að gegna framkvæmdastjórastöðu

Jónas Fr. Jónsson hafði betur gegn FME en hann var verjandi Ingólfs.
Jónas Fr. Jónsson hafði betur gegn FME en hann var verjandi Ingólfs.
Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úrskurð Fjármálaeftirlitsins gegn Ingólfi Guðmundssyni úr gildi í dag.

Ingólfur höfðaði málið gegn Fjármálaeftirlitinu á síðasta ári en hann krafðist þess að sú stjórnarathöfn eftirlitsins að lýsa hann óhæfan til að starfa sem framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verkfræðinga yrði dæmd ógild.

Lögmaður Ingólfs er Jónas Friðrik Jónsson, sem er fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins.

Forsaga málsins er sú, að eftir að Ingólfur var ráðinn framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verkfræðinga á síðasta ári, lýsti Fjármálaeftirlitið því yfir að hann væri óhæfur til verksins.

Lagði eftirlitið þar til grundvallar að Ingólfur hafi ekki sinnt eftirlitsskyldu sinni sem stjórnarformaður Íslenska lífeyrissjóðsins þegar hann lét hjá að líða að fylgjast með ráðstöfun eigna sjóðsins á árinu 2008 og bregðast við með viðeigandi hætti þegar fjárfestingar sjóðsins fóru langt umfram heimildir samkvæmt lögum.

Í niðurstöðu héraðsdóms segir meðal annars að það hefðu verið annmarkar á málsmeðferðinni gegn Ingólfi sem brutu í bága við stjórnsýslulög.

FME er einnig gert að greiða málskostnað sem eru 1,3 milljón króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×