Viðskipti innlent

Eignir lífeyrissjóða halda áfram að aukast

Eignir lífeyrissjóðanna halda áfram að aukast en samkvæmt nýjum tölum Seðlabanka Íslands nam hrein eign lífeyrissjóða 2.078 milljarða kr. í lok nóvember síðast liðins.

Hrein eign hafði þar með hækkað um tæpa 23 milljarða kr. frá lok október eða um 1,1%. Innlend verðbréfaeign hækkaði um 17 milljarða kr. eða um 1,15% og nam því um 1.498 milljörðum kr.

Erlend verðbréfaeign hækkaði um 8 milljarða kr. eða um 1,8% og nam því um 464 milljörðum kr. í lok nóvember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×