Viðskipti innlent

Lítið greitt af erlendum skuldum fyrirtækja frá hruninu

Greining Arion banka telur að lítið hafi verið greitt niður af erlendum skuldum fyrirtækja frá hruninu haustið 2008.

Þessar skuldir náðu hámarki í um 1.000 milljörðum króna árið 2009 en talan stendur í 830 milljörðum króna í dag. Greiningin segir hinsvegar að þegar tekið sé tillit til gengisbreytinga á tímabilinu frá hruni og fram til dagsins í dag komi í ljós að erlendar skuldir fyrirtækjanna hafi lítið breytst í krónum talið.

Þetta bendi til að viðskiptaafgangurinn við útlönd sé ekki að skila sér nema að hluta til landsins. Hugsanleg ástæða fyrir því séu gjaldeyrishöftin sem leitt hafi til þess að minni gjaldeyrir skilar sér til landsins en viðskiptaafgangurinn gefi vísbendingu um.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×