Viðskipti innlent

Ísland áfram á leið niður listan um skuldatryggingaálög þjóða

Ísland heldur áfram að falla niður lista CMA gagnaveitunnar um skuldatryggingaálag þjóða heimsins, sem er jákvæð þróun.

Ísland er nú komið niður í 18. sæti listans en lengi eftir hrunið haustið 2008 var Ísland í hópi þeirra tíu þjóða sem talin var mest hætta á að lentu í þjóðargjaldþroti og fór hæst í fjórða sæti listans.

Þetta kemur fram í ársfjórðungsskýrslu CMA yfir fjórða ársfjórðung síðasta árs. Þar er skuldatryggingaálag Íslands mælt í tæplega 313 punktum. Grikkland og Portúgal eru sem fyrr á toppi listans en meðal þjóða fyrir ofan Ísland má nefna Ítalíu, Spán, Írland og Ungverjaland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×