Sparisjóður Svarfdæla seldur Landsbankanum 6. janúar 2012 11:47 Landsbankinn. Stjórn Sparisjóðs Svarfdæla og Landsbankinn hf. hafa náð samkomulagi um að Landsbankinn kaupi allar eignir og rekstur Sparisjóðsins og haldi áfram fjármálastarfsemi í Dalvíkurbyggð. Samkomulagið felur í sér að Landsbankinn tekur yfir skuldbindingar vegna innlána og víkjandi lán, sem samtals nema um 3.200 milljónum króna og greiðir sparisjóðnum 165 milljónir króna að því greint er frá í tilkynningu. Landsbankinn tekur sömuleiðis yfir rekstrartengdar skuldbindingar sparisjóðsins. Þetta er niðurstaða söluferlis sem hófst í byrjun september 2011 þegar Bankasýsla ríkisins auglýsti 90% eignarhlut ríkisins í Sparisjóði Svarfdæla til sölu. Ýmsir sýndu sparisjóðnum áhuga en bindandi tilboð barst frá Landsbankanum. Í kjölfarið hófust viðræður Bankasýslunnar og Landsbankans sem leiddu til þess að Landsbankinn gerði tilboð í allar eignir og rekstur Sparisjóðs Svarfdæla og hefur stjórn sjóðsins samþykkt tilboðið. Af hálfu stjórnar Sparisjóðs Svarfdæla er tilboð Landsbankans samþykkt með fyrirvara um samþykki stofnfjárhafafundar sem haldinn verður síðar í þessum mánuði. Um 150 stofnfjárhafar ráða 10% hlut í sjóðnum. Kauptilboðið er auk þess háð fyrirvörum, m.a. um samþykki Fjármálaeftirlitsins, Eftirlitsstofnunar EFTA og Samkeppniseftirlitsins. Ráðgjafar H.F. Verðbréfa höfðu umsjón með söluferlinu. „Það er ánægjulegt að sjá fyrir endann á þessu ferli sem miðaði að því að tryggja framtíðarrekstur og störf í Dalvíkurbyggð. Þau markmið munu nást verði tilboðið samþykkt af stofnfjárhöfum. Sparisjóður Svarfdæla hefur verið rekinn á undanþágu frá Fjármálaeftirlitinu um nokkurt skeið. Rekstrarskilyrði sparisjóðanna hafa versnað og mikil óvissa ríkir um framtíð þeirra. Þótt vissulega sé eftirsjá af Sparisjóði Svarfdæla er fyrir mestu að Landsbankinn sér tækifæri í Dalvíkurbyggð og hefur hug á að starfa með samfélaginu," segir Helga Björk Eiríksdóttir, stjórnarformaður Sparisjóðs Svarfdæla. „Það er okkur sem störfum í Landsbankanum gleðiefni að samningar náðust. Við sjáum með þessu tækifæri til að auka þjónustu við viðskiptavini bankans í Eyjafirði, en margir þeirra eru búsettir í Dalvíkurbyggð og með kaupum okkar á rekstri Sparisjóðs Svarfdæla fjölgar viðskiptavinum Landsbankans á svæðinu umtalsvert. Við þekkjum vel mikilvæga sögu sparisjóðsins, við munum virða hana og stefnum að því viðskiptavinir sjóðsins geti unað sér vel í viðskiptum við Landsbankann," segir Helgi Teitur Helgason, framkvæmdastjóri í Landsbankanum. Bankasýsla ríkisins tók ákvörðun um að setja hlut ríkisins í opið söluferli í samráði við stjórn sparisjóðsins. Það er mat Bankasýslunnar að söluferlið hafi gengið vel og miðað við þá stöðu sem sjóðurinn hafi verið í að lokinni endurskipulagningu sé afar ánægjulegt að tekist hafi að tryggja áframhaldandi bankaþjónustu í byggðarlaginu. Sparisjóður Svarfdæla rekur starfsemi á Dalvík og afgreiðslu í Hrísey. Starfsmenn sjóðsins eru níu talsins. Landsbankinn mun taka rekstur sparisjóðsins yfir þegar allir fyrirvarar við samkomulagið hafa verið uppfylltir. Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Sjá meira
Stjórn Sparisjóðs Svarfdæla og Landsbankinn hf. hafa náð samkomulagi um að Landsbankinn kaupi allar eignir og rekstur Sparisjóðsins og haldi áfram fjármálastarfsemi í Dalvíkurbyggð. Samkomulagið felur í sér að Landsbankinn tekur yfir skuldbindingar vegna innlána og víkjandi lán, sem samtals nema um 3.200 milljónum króna og greiðir sparisjóðnum 165 milljónir króna að því greint er frá í tilkynningu. Landsbankinn tekur sömuleiðis yfir rekstrartengdar skuldbindingar sparisjóðsins. Þetta er niðurstaða söluferlis sem hófst í byrjun september 2011 þegar Bankasýsla ríkisins auglýsti 90% eignarhlut ríkisins í Sparisjóði Svarfdæla til sölu. Ýmsir sýndu sparisjóðnum áhuga en bindandi tilboð barst frá Landsbankanum. Í kjölfarið hófust viðræður Bankasýslunnar og Landsbankans sem leiddu til þess að Landsbankinn gerði tilboð í allar eignir og rekstur Sparisjóðs Svarfdæla og hefur stjórn sjóðsins samþykkt tilboðið. Af hálfu stjórnar Sparisjóðs Svarfdæla er tilboð Landsbankans samþykkt með fyrirvara um samþykki stofnfjárhafafundar sem haldinn verður síðar í þessum mánuði. Um 150 stofnfjárhafar ráða 10% hlut í sjóðnum. Kauptilboðið er auk þess háð fyrirvörum, m.a. um samþykki Fjármálaeftirlitsins, Eftirlitsstofnunar EFTA og Samkeppniseftirlitsins. Ráðgjafar H.F. Verðbréfa höfðu umsjón með söluferlinu. „Það er ánægjulegt að sjá fyrir endann á þessu ferli sem miðaði að því að tryggja framtíðarrekstur og störf í Dalvíkurbyggð. Þau markmið munu nást verði tilboðið samþykkt af stofnfjárhöfum. Sparisjóður Svarfdæla hefur verið rekinn á undanþágu frá Fjármálaeftirlitinu um nokkurt skeið. Rekstrarskilyrði sparisjóðanna hafa versnað og mikil óvissa ríkir um framtíð þeirra. Þótt vissulega sé eftirsjá af Sparisjóði Svarfdæla er fyrir mestu að Landsbankinn sér tækifæri í Dalvíkurbyggð og hefur hug á að starfa með samfélaginu," segir Helga Björk Eiríksdóttir, stjórnarformaður Sparisjóðs Svarfdæla. „Það er okkur sem störfum í Landsbankanum gleðiefni að samningar náðust. Við sjáum með þessu tækifæri til að auka þjónustu við viðskiptavini bankans í Eyjafirði, en margir þeirra eru búsettir í Dalvíkurbyggð og með kaupum okkar á rekstri Sparisjóðs Svarfdæla fjölgar viðskiptavinum Landsbankans á svæðinu umtalsvert. Við þekkjum vel mikilvæga sögu sparisjóðsins, við munum virða hana og stefnum að því viðskiptavinir sjóðsins geti unað sér vel í viðskiptum við Landsbankann," segir Helgi Teitur Helgason, framkvæmdastjóri í Landsbankanum. Bankasýsla ríkisins tók ákvörðun um að setja hlut ríkisins í opið söluferli í samráði við stjórn sparisjóðsins. Það er mat Bankasýslunnar að söluferlið hafi gengið vel og miðað við þá stöðu sem sjóðurinn hafi verið í að lokinni endurskipulagningu sé afar ánægjulegt að tekist hafi að tryggja áframhaldandi bankaþjónustu í byggðarlaginu. Sparisjóður Svarfdæla rekur starfsemi á Dalvík og afgreiðslu í Hrísey. Starfsmenn sjóðsins eru níu talsins. Landsbankinn mun taka rekstur sparisjóðsins yfir þegar allir fyrirvarar við samkomulagið hafa verið uppfylltir.
Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent