Viðskipti innlent

Vill sækja peninga í bankakerfið

Mynd/Valgarður
Guðmundur Steingrímsson telur tímabært að ráðast í miklu meiri fjárfestingar og uppbyggingu núna. Hann segir að peningar til að hrinda því í framkvæmd séu að öllum líkindum til.

Ríkið á um þessar mundir 41% af bankakerfinu. Bankakerfið núna er með eiginfjárhlutfall upp á um 22,5% að meðaltali núna. Fjármálaeftirlitið segir eðlilegt viðmið um 16%. Ef við myndum færa eiginfjárhlutfallið niður í 16% myndi ríkið fá í sinn hlut 70 milljarða í arðgreiðslur. Guðmundur telur áleitna spurningu hvort hægt sé að sækja hluta af þessum peningum til að ná niður atvinnuleysi og koma okkur áleiðis upp úr kreppunni.

Þessar skoðanir sínar viðraði hann í viðtalsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar var hann spurður hvort hann myndi verja ríkisstjórnina falli. Hann sagði að ef stjórnin væri til dæmis tilbúin í aðgerðir í þessum dúr myndi hann íhuga að styðja hana.

Að öðru leyti var hann óviss um hvort hann myndi verja ríkisstjórnina falli. Hann myndi rýna í málefnin. Hann er til að mynda fylgjandi umsóknarferlinu í ESB. Því kynni að vera stofnað í hættu ef boðað yrði til kosninga. Því kæmi til greina að hann styddi ríkisstjórnina eða léði henni hlutleysi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×