10 þúsund leigusamningum þinglýst 2011 - slegist um lausar íbúðir 9. janúar 2012 20:14 Hátt í 10 þúsund leigusamningum um íbúðarhúsnæði var þinglýst á landinu á síðasta ári og hefur markaðurinn tvöfaldast frá hruni. Lítið hefur dregið úr eftirspurn og dæmi um að slegist sé um lausar íbúðir. Framboð á leiguíbúðum hefur verið takmarkað á undanförnum árum og hefur leiguverð því rokið upp. Í nýlegri skýrslu sem Capacent gerði fyrir Reykjavíkurborg kemur fram að fjölga þarf leiguíbúðum á höfuðborgarsvæðinu um 9þúsund á næstu þremur árum til að mæta eftirspurn. Hildigunnar Hafsteinsdóttir, hjá Neytendasamtökunum, segir ójafnvægi einkenna leigumarkaðinn. „Núna er gríðarleg umfram eftirspurn og þá er þetta þannig að leigusali auglýsir sína eign og pikkar út. Það sækja svo kannski hundrað til tvö hundruð manns um eignina," segir Hildigunnur. Tölur sýna að markaðurinn hefur tvöfaldast frá hruni. Að meðaltali var um 5 þúsund samningum þinglýst árlega fyrir hrun en strax árið 2009 fór fjöldinn upp í 10 þúsund og á síðasta ári var búið að þinglýsa tæplega 9500 samningum í lok nóvembermánaðar. Þessar tölur segja þó ekki alla sögunar þar sem mörgum samningum er ekki þinglýst. „Í rauninni vitum við ekki hvað það eru margir á leigusamningi. Auðvitað gefur þessi aukning ákveðna vísbendingu að það sé aukning líka í þessum samningum sem eru undir borðinu, ef svo má segja. En við vitum ekki hvað það eru margir á leigumarkaði." Hildigunnur segir leigjendur búi við mikið óöryggi og því sé þörf á nýjum valkostum. „Helsti gallinn kannski við íslenskan leigumarkað er að þú getur gert samning til eins árs. Þá ertu aftur í sömu sporum, ert á götunni og þarft að finna þér nýtt húsnæði. Það er helst þetta sem að ég myndi sjá fyrir mér að myndi gera leigumarkaðin meira aðlaðandi eru fleiri langtímasamningar." Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Hátt í 10 þúsund leigusamningum um íbúðarhúsnæði var þinglýst á landinu á síðasta ári og hefur markaðurinn tvöfaldast frá hruni. Lítið hefur dregið úr eftirspurn og dæmi um að slegist sé um lausar íbúðir. Framboð á leiguíbúðum hefur verið takmarkað á undanförnum árum og hefur leiguverð því rokið upp. Í nýlegri skýrslu sem Capacent gerði fyrir Reykjavíkurborg kemur fram að fjölga þarf leiguíbúðum á höfuðborgarsvæðinu um 9þúsund á næstu þremur árum til að mæta eftirspurn. Hildigunnar Hafsteinsdóttir, hjá Neytendasamtökunum, segir ójafnvægi einkenna leigumarkaðinn. „Núna er gríðarleg umfram eftirspurn og þá er þetta þannig að leigusali auglýsir sína eign og pikkar út. Það sækja svo kannski hundrað til tvö hundruð manns um eignina," segir Hildigunnur. Tölur sýna að markaðurinn hefur tvöfaldast frá hruni. Að meðaltali var um 5 þúsund samningum þinglýst árlega fyrir hrun en strax árið 2009 fór fjöldinn upp í 10 þúsund og á síðasta ári var búið að þinglýsa tæplega 9500 samningum í lok nóvembermánaðar. Þessar tölur segja þó ekki alla sögunar þar sem mörgum samningum er ekki þinglýst. „Í rauninni vitum við ekki hvað það eru margir á leigusamningi. Auðvitað gefur þessi aukning ákveðna vísbendingu að það sé aukning líka í þessum samningum sem eru undir borðinu, ef svo má segja. En við vitum ekki hvað það eru margir á leigumarkaði." Hildigunnur segir leigjendur búi við mikið óöryggi og því sé þörf á nýjum valkostum. „Helsti gallinn kannski við íslenskan leigumarkað er að þú getur gert samning til eins árs. Þá ertu aftur í sömu sporum, ert á götunni og þarft að finna þér nýtt húsnæði. Það er helst þetta sem að ég myndi sjá fyrir mér að myndi gera leigumarkaðin meira aðlaðandi eru fleiri langtímasamningar."
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira