Tekjulitlir eldri borgarar greiða auðlegðarskatt í stórum stíl 29. mars 2012 08:23 Meira en þriðjungur fjölda greiðenda auðlegðarskatts eru 65 ára og eldri. Tveir þriðju þeirra eru með undir 5 milljónir króna í árslaun. Margir geta ekki greitt skattinn nema ganga á eignir. Þetta verður rætt á fundi VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka, í dag um auðlegðarskatt undir yfirskriftinni „Sanngjarnt framlag eða ósanngjörn eignaupptaka?". VÍB hefur látið taka saman upplýsingar um auðlegðarskattinn sem leiða í ljós að þriðjungur þeirra sem greiða skattinn eru 65 ára og eldri. Um tveir þriðju þeirra eru með undir 5 milljónum króna í árslaun. Skattinum er ætlað að auka tekjur ríkisins af vaxtagefandi eignum einstaklinga. Aftur á móti er stór hluti eigna eldri borgara bundinn í húsnæði sem engar tekjur eru af. Auðlegðarskatturinn hefur bitnað illa á þessum tekjulitlu einstaklingum sem hafa í sumum tilvikum þurft að ganga á eignir til að greiða skattinn. Tekin verða dæmi á fundinum af slíku en t.a.m. hafa eldri hjón skilið eftir langt hjónaband til að geta haldið húsinu sínu lengur. Auðlegðarskatturinn miðar við eignir umfram 75 milljónir króna á einstakling en 100 milljónir hjá hjónum. Á fundinum verða pallborðsumræður þar sem meðal annars verður farið yfir hvort skatturinn sé sanngjarn og hvort markmið hans hafi náðst. Í pallborði verða Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, Guðrún Björg Bragadóttir, skatta- og lögfræðisviði KPMG og Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Meira en þriðjungur fjölda greiðenda auðlegðarskatts eru 65 ára og eldri. Tveir þriðju þeirra eru með undir 5 milljónir króna í árslaun. Margir geta ekki greitt skattinn nema ganga á eignir. Þetta verður rætt á fundi VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka, í dag um auðlegðarskatt undir yfirskriftinni „Sanngjarnt framlag eða ósanngjörn eignaupptaka?". VÍB hefur látið taka saman upplýsingar um auðlegðarskattinn sem leiða í ljós að þriðjungur þeirra sem greiða skattinn eru 65 ára og eldri. Um tveir þriðju þeirra eru með undir 5 milljónum króna í árslaun. Skattinum er ætlað að auka tekjur ríkisins af vaxtagefandi eignum einstaklinga. Aftur á móti er stór hluti eigna eldri borgara bundinn í húsnæði sem engar tekjur eru af. Auðlegðarskatturinn hefur bitnað illa á þessum tekjulitlu einstaklingum sem hafa í sumum tilvikum þurft að ganga á eignir til að greiða skattinn. Tekin verða dæmi á fundinum af slíku en t.a.m. hafa eldri hjón skilið eftir langt hjónaband til að geta haldið húsinu sínu lengur. Auðlegðarskatturinn miðar við eignir umfram 75 milljónir króna á einstakling en 100 milljónir hjá hjónum. Á fundinum verða pallborðsumræður þar sem meðal annars verður farið yfir hvort skatturinn sé sanngjarn og hvort markmið hans hafi náðst. Í pallborði verða Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, Guðrún Björg Bragadóttir, skatta- og lögfræðisviði KPMG og Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.
Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira