Viðskipti innlent

TM komið í söluferli

Stoðir hf. hafa falið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans að annast sölu á öllu hlutafé sínu í Tryggingamiðstöðinni hf. Um er að ræða rúm 99% hlutafé í félaginu og er það til sölu í heild eða að hluta.

TM er eitt stærsta tryggingafélag landsins og segir í tilkynningu frá Landsbankanum að rekstur félagsins sé traustur og hafi styrkst á undanförnum árum. Stjórnendur og starfsmenn félagsins hafi unnið markvisst að margvíslegum umbótum sem hafi skilað sér í hagkvæmari rekstri. Hagnaður TM á síðasta ári nam 3,4 milljörðum króna. Efnahagur fyrirtækisins sé líka traustur, hvort sem horft sé til eiginfjárhlutfalls, gjaldþols eða gæða eigna.

TM er eina íslenska tryggingafélagið sem metið er af alþjóðlegu matsfyrirtæki. Mat Standard & Poor's á TM er BB+ og var hækkað nýverið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×