Viðskipti innlent

Skipti töpuðu tæpum 11 milljörðum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tap Skipta, móðurfélags Símans, á síðasta ári nam 10,6 milljörðum króna en rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 6 milljörðum króna, samanborið við 5,1 milljarð árið áður. Hækkun EBITDA skýrist einkum af hagræðingaraðgerðum sem félagið greip til. EBITDA hlutfallið var 21,5% en var 14,9% árið 2010.

Bókfært tap fyrirtækisins skýrist einkum af 4,5 milljarða varúðarniðurfærslu á kröfum sem Skipti eiga á banka í slitameðferð auk virðisrýrnunar viðskiptavildar sem nam 2,7 milljörðum króna. Tap félagsins nam 2,5 milljörðum króna árið áður.

Sala nam 27,6 milljörðum króna samanborið við 33,6 milljarða árið áður. Lækkunin skýrist einkum af því að rekstur Sirius IT, sem var upplýsingafyrirtæki í eigum Skipta, var í bókum Skipta á fyrri helmingi árs 2010.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×