Heiðar Már: Hér getur skapast lögfræðilegt stríðsástand Magnús Halldórsson skrifar 22. september 2012 08:57 Heiðar Már Guðjónsson. "Hættan er sú að ef kröfuhafar undirrita nauðasamninga án þess að tryggt sé að þeir geti ekki komið eignum sínum út á undan öllum landsmönnum, þá skapist hér lögfræðilegt stríðsástand," segir Heiðar Már Guðjónsson, hagfræðingur, í grein í Fréttablaðinu í dag. Hann segir að íslensk stjórnvöld þurfi að halda vel á spöðunum ef til þess kemur að kröfuhafar Kaupþings og Glitnis samþykki nauðasamninga á næstunni, og nái þannig fullum og beinum yfirráðum yfir eignum þrotabúanna, þar á meðal Íslandsbanka og Arion banka. Heiðar Már segir stjórnvöld þurfi að átta sig á þessu, og verja almannahagsmuni. "Kröfuhafar gömlu bankanna eru ekki lengri tíma fjárfestar, heldur er stærsti hluti þeirra vogunarsjóðir og skuldabréfasjóðir sem sérhæfa sig í kröfum á gjaldþrota fyrirtæki. Þeir ætla sér ekki að stunda bankastarfsemi á Íslandi um ókomna tíð, heldur vilja fyrst og fremst fá fjármuni sína sem hraðast aftur til baka enda bíða þeirra næg fjárfestingaverkefni í gjaldþrota fyrirtækjum um allan heim um þessar mundir. Neyðarlögin hafa haldið kröfuhöfum frá stjórn eigna sinna og hefur stjórn bankanna í raun verið í höndum stjórnenda þeirra sem hafa langtímahagsmuni sína og starfsmanna sinna að leiðarljósi, en ekki endilega markmið eigenda um útgreiðslur." Heiðar Már segir að sá tími sem brátt fer í vændum, með nauðasamningum, skipti miklu máli fyrir Ísland til framtíðar litið. "Stjórnvöld bera ábyrgð á því ástandi sem verður á næstunni. Gjaldeyrishöftin og neyðarlögin eru staðreynd, hvernig unnið er úr núverandi verkefnum skiptir miklu fyrir komandi ár. Það er ekki forsvaranlegt að leyfa ákveðnum aðilum að fara út með miklar fjárhæðir fyrr en búið er að finna lausn á neyðarlögunum og gjaldeyrishöftunum. Allir eiga að sitja við sama borð í þeim efnum." Sjá má grein Heiðars Más, sem birtist í Fréttablaðinu í morgun, hér. Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
"Hættan er sú að ef kröfuhafar undirrita nauðasamninga án þess að tryggt sé að þeir geti ekki komið eignum sínum út á undan öllum landsmönnum, þá skapist hér lögfræðilegt stríðsástand," segir Heiðar Már Guðjónsson, hagfræðingur, í grein í Fréttablaðinu í dag. Hann segir að íslensk stjórnvöld þurfi að halda vel á spöðunum ef til þess kemur að kröfuhafar Kaupþings og Glitnis samþykki nauðasamninga á næstunni, og nái þannig fullum og beinum yfirráðum yfir eignum þrotabúanna, þar á meðal Íslandsbanka og Arion banka. Heiðar Már segir stjórnvöld þurfi að átta sig á þessu, og verja almannahagsmuni. "Kröfuhafar gömlu bankanna eru ekki lengri tíma fjárfestar, heldur er stærsti hluti þeirra vogunarsjóðir og skuldabréfasjóðir sem sérhæfa sig í kröfum á gjaldþrota fyrirtæki. Þeir ætla sér ekki að stunda bankastarfsemi á Íslandi um ókomna tíð, heldur vilja fyrst og fremst fá fjármuni sína sem hraðast aftur til baka enda bíða þeirra næg fjárfestingaverkefni í gjaldþrota fyrirtækjum um allan heim um þessar mundir. Neyðarlögin hafa haldið kröfuhöfum frá stjórn eigna sinna og hefur stjórn bankanna í raun verið í höndum stjórnenda þeirra sem hafa langtímahagsmuni sína og starfsmanna sinna að leiðarljósi, en ekki endilega markmið eigenda um útgreiðslur." Heiðar Már segir að sá tími sem brátt fer í vændum, með nauðasamningum, skipti miklu máli fyrir Ísland til framtíðar litið. "Stjórnvöld bera ábyrgð á því ástandi sem verður á næstunni. Gjaldeyrishöftin og neyðarlögin eru staðreynd, hvernig unnið er úr núverandi verkefnum skiptir miklu fyrir komandi ár. Það er ekki forsvaranlegt að leyfa ákveðnum aðilum að fara út með miklar fjárhæðir fyrr en búið er að finna lausn á neyðarlögunum og gjaldeyrishöftunum. Allir eiga að sitja við sama borð í þeim efnum." Sjá má grein Heiðars Más, sem birtist í Fréttablaðinu í morgun, hér.
Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira