Vafasamt að verðtrygging neytendalána standist lög BBI skrifar 22. september 2012 12:19 Tveir lögmenn sem unnu álitsgerð um hvort verðtrygging á Íslandi sé lögleg eða ekki telja verulegan vafa á því að það standist lög að selja almennum neytendum verðtryggð lán. Álitsgerðin var unnin fyrir Verkalýðsfélag Akraness sem hyggst í kjölfarið leggja til að verðtrygging á neytendalánum verði afnumin á ársþingi ASÍ í október. „Verðtryggingin hefur leikið skuldsett heimili skelfilega á liðnum árum og áratugum," segir á síðu Verkalýðsfélagsins. Verkalýðsfélagið telur afar brýnt að látið verði reyna á það fyrir dómstólum hvort verðtrygging á neytendalánum standist lög eða ekki, enda þurfi að „berjast fyrir afnáminu með kjafti og klóm". Það voru hæstaréttarlögmaðurinn Björn Þorri Viktorsson og héraðsdómslögmaðurinn Bragi Dór Hafþórsson sem unnu álitsgerðina, sem má nálgast á þessum hlekk. Lögmennirnir telja að verðtryggð skuldabréf teljist vera svonefndir afleiðusamningar og séu því flóknir fjármálagerningar. „Þetta þýðir í raun að mati undirritaðra að fjármálafyrirtækjum hafi verið óheimilt að bjóða til sölu og selja almennum fjárfestum (neytendum) verðtryggða lánssamninga eða skuldabréf þar sem uppgjör lánsins var bundið vísitölu neysluverðs," segir í álitsgerðinni. Einnig telja þeir að verðtrygging á neytendalánum sé mögulega andstæð Evrópulögum. Það gæti haft í för með sér stórkostlega skaðabótahættu fyrir íslenska ríkið að mati tvímenninganna. Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Tveir lögmenn sem unnu álitsgerð um hvort verðtrygging á Íslandi sé lögleg eða ekki telja verulegan vafa á því að það standist lög að selja almennum neytendum verðtryggð lán. Álitsgerðin var unnin fyrir Verkalýðsfélag Akraness sem hyggst í kjölfarið leggja til að verðtrygging á neytendalánum verði afnumin á ársþingi ASÍ í október. „Verðtryggingin hefur leikið skuldsett heimili skelfilega á liðnum árum og áratugum," segir á síðu Verkalýðsfélagsins. Verkalýðsfélagið telur afar brýnt að látið verði reyna á það fyrir dómstólum hvort verðtrygging á neytendalánum standist lög eða ekki, enda þurfi að „berjast fyrir afnáminu með kjafti og klóm". Það voru hæstaréttarlögmaðurinn Björn Þorri Viktorsson og héraðsdómslögmaðurinn Bragi Dór Hafþórsson sem unnu álitsgerðina, sem má nálgast á þessum hlekk. Lögmennirnir telja að verðtryggð skuldabréf teljist vera svonefndir afleiðusamningar og séu því flóknir fjármálagerningar. „Þetta þýðir í raun að mati undirritaðra að fjármálafyrirtækjum hafi verið óheimilt að bjóða til sölu og selja almennum fjárfestum (neytendum) verðtryggða lánssamninga eða skuldabréf þar sem uppgjör lánsins var bundið vísitölu neysluverðs," segir í álitsgerðinni. Einnig telja þeir að verðtrygging á neytendalánum sé mögulega andstæð Evrópulögum. Það gæti haft í för með sér stórkostlega skaðabótahættu fyrir íslenska ríkið að mati tvímenninganna.
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira