Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 39-23 | Valur í úrslitin Guðmundur Marinó Ingvarsson í Vodafone-höllinni skrifar 24. apríl 2012 17:48 Mynd/Anton Valur vann í kvöld öruggan sigur á Stjörnunni 39-23 og einvígið 3-0 og tryggði sér þar með sæti í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta gegn Fram. Það voru ekki liðnar margar mínútur af leiknum þegar ljóst var hvert stefndi. Valur skoraði sex fyrstu mörk leiksins og var alls fjórtán mörkum yfir í hálfleik 20-6 og úrslitin í raun ráðin. Valur lék allan tímann af fullum krafti og gaf Stjörnunni aldrei neina von. Bæði lið leyfðu varamönnum að spila lungan úr seinni hálfleik og var aðeins spurning um hversu stór sigur Vals yrði. Stjarnan hafði aldrei trú á verkefninu og stóð aðeins Jóna Margrét Ragnarsdóttir fyrir sínu í liðinu en hún skoraði 10 mörk og var dugleg að reyna á sama tíma og margir samherjar hennar létu sér fátt um finnast. Getumunurinn á liðunum er mikill en með smá baráttu hefði Stjarnan getað fallið úr leik með einhverri reisn. Sú var ekki raunin og Valur hefði hæglega getað unnið enn stærri sigur. Þorgerður Anna: Þjálfarinn þeirra kveikti í okkur"Þetta var eiginlega bara létt. Þjálfarinn þeirra var búinn að gefa það út að þær ættu ekki séns og ég verð að segja að það séu mjög óviðeigandi skilaboð til þeirra leikmanna. Þær koma með hálfum huga inn í þennan leik og þetta kveikti enn frekar í okkur. Við ætluðum að klára þetta með stæl eins og við gerðum," sagði Þorgerður Anna Atladóttir að leiknum loknum. "Við vorum mun ákveðnar og vildum þetta mun meira. Þetta var alls ekki búið einvígi, ef þær hefðu unnið í kvöld hefði þetta hæglega getað farið í fimm leiki en þetta var eiginlega búið í þeirra huga fyrir leikinn sem er sorglegt." "Lokatölurnar sýna ekki getu Stjörnuliðsins, þær eru með frábært lið en þær höfðu ekki trú á þessu og við nýttum okkur það," sagði Þorgerður sem fékk mikla hvíld í seinni hálfleik líkt og fleiri byrjunarliðsmenn en hún skoraði 9 af 11 mörkum sínum í fyrri hálfleik. "Við rúlluðum á mörgum leikmönnum og höfum gert það í öllum leikjunum sem skiptir miklu máli fyrir framhaldið," sagði Þorgerður Anna að lokum. Stefán: Keyrum alltaf á fullum krafti"Þetta var auðveldara en ég bjóst við. Við ákváðum að einbeita okkur að þessari rimmu og klára hana. Nú er það komið. Þó maður sé 2-0 yfir og með betra lið þá er þetta aldrei öruggt og við ætluðum að klára þetta og komast í úrslit," sagði Stefán Arnarsson þjálfari Vals í leikslok. "Það má hrósa leikmönnum Valsliðsins að þó allir séu að hrósa liðinu og segja hvað það er gott þá keyrir liðið alltaf á fullum krafti og það hefur skilað þessum titlum hingað til," sagði Stefán sem metur möguleikana gegn Fram jafna. "Fram er með mjög gott lið og ég held að þetta verði skemmtilegar viðureignir sem geta farið á hvorn vegin sem er," sagði Stefán. Gústaf: Ekkert upp á okkar árangur að klaga"Einvíginu lauk verðskuldað 3-0 fyrir Val og ég tel bara jákvætt að hafa þó komist þetta langt í mótinu og þegar veturinn er gerður upp erum við í undanúrslitum í N1 deildinni, undanúrslitum í deildarbikar, undanúrslitum í bikar og í sæti 4 í deildinni og ég held að miðað við allt og allt er ekkert upp á okkar árangur að klaga. Við vorum bara að eiga við erfið lið þarna efst uppi," sagði Gústaf Adolf Björnsson þjálfari Stjörnunnar. "Ef menn setja þetta upp með raunsæisgleraugum þá sjá það allir að munurinn á liðunum er of mikill. Þegar góðir kaflar nást eins og í leik tvö gegn Val þar sem við leiðum eftir 20 mínútur með góðri vörn og frábærri markvörslu þá gleðjast menn en það stóð of stutt yfir," sagði Gústaf en Stjarnan náði engum slíkum kafla í leiknum í kvöld. "Valsmenn voru einbeittir í leiknum og ætluðu að klára þetta 3-0 til að lengja hjá sér pásuna fyrir úrslitarimmuna og það gerðu þær sannfærandi," sagði Gústaf að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Sjá meira
Valur vann í kvöld öruggan sigur á Stjörnunni 39-23 og einvígið 3-0 og tryggði sér þar með sæti í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta gegn Fram. Það voru ekki liðnar margar mínútur af leiknum þegar ljóst var hvert stefndi. Valur skoraði sex fyrstu mörk leiksins og var alls fjórtán mörkum yfir í hálfleik 20-6 og úrslitin í raun ráðin. Valur lék allan tímann af fullum krafti og gaf Stjörnunni aldrei neina von. Bæði lið leyfðu varamönnum að spila lungan úr seinni hálfleik og var aðeins spurning um hversu stór sigur Vals yrði. Stjarnan hafði aldrei trú á verkefninu og stóð aðeins Jóna Margrét Ragnarsdóttir fyrir sínu í liðinu en hún skoraði 10 mörk og var dugleg að reyna á sama tíma og margir samherjar hennar létu sér fátt um finnast. Getumunurinn á liðunum er mikill en með smá baráttu hefði Stjarnan getað fallið úr leik með einhverri reisn. Sú var ekki raunin og Valur hefði hæglega getað unnið enn stærri sigur. Þorgerður Anna: Þjálfarinn þeirra kveikti í okkur"Þetta var eiginlega bara létt. Þjálfarinn þeirra var búinn að gefa það út að þær ættu ekki séns og ég verð að segja að það séu mjög óviðeigandi skilaboð til þeirra leikmanna. Þær koma með hálfum huga inn í þennan leik og þetta kveikti enn frekar í okkur. Við ætluðum að klára þetta með stæl eins og við gerðum," sagði Þorgerður Anna Atladóttir að leiknum loknum. "Við vorum mun ákveðnar og vildum þetta mun meira. Þetta var alls ekki búið einvígi, ef þær hefðu unnið í kvöld hefði þetta hæglega getað farið í fimm leiki en þetta var eiginlega búið í þeirra huga fyrir leikinn sem er sorglegt." "Lokatölurnar sýna ekki getu Stjörnuliðsins, þær eru með frábært lið en þær höfðu ekki trú á þessu og við nýttum okkur það," sagði Þorgerður sem fékk mikla hvíld í seinni hálfleik líkt og fleiri byrjunarliðsmenn en hún skoraði 9 af 11 mörkum sínum í fyrri hálfleik. "Við rúlluðum á mörgum leikmönnum og höfum gert það í öllum leikjunum sem skiptir miklu máli fyrir framhaldið," sagði Þorgerður Anna að lokum. Stefán: Keyrum alltaf á fullum krafti"Þetta var auðveldara en ég bjóst við. Við ákváðum að einbeita okkur að þessari rimmu og klára hana. Nú er það komið. Þó maður sé 2-0 yfir og með betra lið þá er þetta aldrei öruggt og við ætluðum að klára þetta og komast í úrslit," sagði Stefán Arnarsson þjálfari Vals í leikslok. "Það má hrósa leikmönnum Valsliðsins að þó allir séu að hrósa liðinu og segja hvað það er gott þá keyrir liðið alltaf á fullum krafti og það hefur skilað þessum titlum hingað til," sagði Stefán sem metur möguleikana gegn Fram jafna. "Fram er með mjög gott lið og ég held að þetta verði skemmtilegar viðureignir sem geta farið á hvorn vegin sem er," sagði Stefán. Gústaf: Ekkert upp á okkar árangur að klaga"Einvíginu lauk verðskuldað 3-0 fyrir Val og ég tel bara jákvætt að hafa þó komist þetta langt í mótinu og þegar veturinn er gerður upp erum við í undanúrslitum í N1 deildinni, undanúrslitum í deildarbikar, undanúrslitum í bikar og í sæti 4 í deildinni og ég held að miðað við allt og allt er ekkert upp á okkar árangur að klaga. Við vorum bara að eiga við erfið lið þarna efst uppi," sagði Gústaf Adolf Björnsson þjálfari Stjörnunnar. "Ef menn setja þetta upp með raunsæisgleraugum þá sjá það allir að munurinn á liðunum er of mikill. Þegar góðir kaflar nást eins og í leik tvö gegn Val þar sem við leiðum eftir 20 mínútur með góðri vörn og frábærri markvörslu þá gleðjast menn en það stóð of stutt yfir," sagði Gústaf en Stjarnan náði engum slíkum kafla í leiknum í kvöld. "Valsmenn voru einbeittir í leiknum og ætluðu að klára þetta 3-0 til að lengja hjá sér pásuna fyrir úrslitarimmuna og það gerðu þær sannfærandi," sagði Gústaf að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Sjá meira