Viðskipti innlent

Kauphöllin stöðvar pörun með Íbúðabréf

Kauphöllin hefur stöðvað pörun viðskipta með fjóra flokka Íbúðabréfa. Ástæðan er frétt í Viðskiptablaðinu í dag.

Í tilkynningu á kauphallarvefnum segir: „Af frétt Viðskiptablaðsins má ráða að Íbúðalánasjóður vinni að því að breyta skilmálum útgefinna skuldabréfa sjóðsins. Slíkt er ekki framkvæmanlegt og verður aldrei gert án samstarfs við eigendur bréfanna. Það er rangt að Íbúðalánasjóður vinni að slíkum breytingum.

Fyrirætlanir sjóðsins varðandi útgáfu fjármögnunarbréfa hans í formi nýrra flokka til framtíðar byggja á því að sú fjármögnun verði uppgreiðanleg."

Uppfært: Í nýrri tilkynningu segir að pörun viðskipta með Íbúðabréfin hefjist að nýju kl. 11.30






Fleiri fréttir

Sjá meira


×