RIM opinbera snjallsíma og stýrikerfi 2. maí 2012 13:26 Kanadíski farsímaframleiðandinn Research in Motion hefur opinberað nýtt stýrikerfi fyrir BlackBerry snjallsímana. RIM einblínir nú á smáforrit og hugbúnaðarþróun í baráttu sinni við iPhone og Android snjallsímana. Þá kynnti RIM einnig nýjan snjallsíma, BlackBerry 10, sem fer í sölu þegar stýrikerfið verður loks gefið út seinna á þessu ári. Snjallsímar RIM hafa ávallt státað af hefðbundnu lyklaborði en nýi síminn mun einungis hafa snertiskjá. Síminn er því sagður bera vitni um nýja stefnu í vöruþróun fyrirtækisins. Aðstoðarforstjóri RIM sagði í dag að fyrirtækið væri nú að leita á ný mið í baráttu sinni um hlutdeild á snjallsíma markaðinum. Smáforrit hafa hingað til ekki gegnt mikilvægu hlutverki í vörum og viðskiptum RIM. Fyrirtækið mun því innleiða álíka viðskiptalíkan og Apple og Google hafa notast við á síðustu ár. Research in Motion hvetur hugbúnaðarframleiðendur til að sýna verkefninu áhuga. Þá mun fyrirtækið tryggja framleiðendum allt að 10 þúsund dollara eða um 1.2 milljón krónur í tekjur ef smáforrit þeirra verða fullkláruð þegar BlackBerry 10 fer í almenna sölu. Hægt er að sjá kynningarmyndband fyrir nýja stýrikerfið og BlackBerry 10 hér fyrir ofan. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Kanadíski farsímaframleiðandinn Research in Motion hefur opinberað nýtt stýrikerfi fyrir BlackBerry snjallsímana. RIM einblínir nú á smáforrit og hugbúnaðarþróun í baráttu sinni við iPhone og Android snjallsímana. Þá kynnti RIM einnig nýjan snjallsíma, BlackBerry 10, sem fer í sölu þegar stýrikerfið verður loks gefið út seinna á þessu ári. Snjallsímar RIM hafa ávallt státað af hefðbundnu lyklaborði en nýi síminn mun einungis hafa snertiskjá. Síminn er því sagður bera vitni um nýja stefnu í vöruþróun fyrirtækisins. Aðstoðarforstjóri RIM sagði í dag að fyrirtækið væri nú að leita á ný mið í baráttu sinni um hlutdeild á snjallsíma markaðinum. Smáforrit hafa hingað til ekki gegnt mikilvægu hlutverki í vörum og viðskiptum RIM. Fyrirtækið mun því innleiða álíka viðskiptalíkan og Apple og Google hafa notast við á síðustu ár. Research in Motion hvetur hugbúnaðarframleiðendur til að sýna verkefninu áhuga. Þá mun fyrirtækið tryggja framleiðendum allt að 10 þúsund dollara eða um 1.2 milljón krónur í tekjur ef smáforrit þeirra verða fullkláruð þegar BlackBerry 10 fer í almenna sölu. Hægt er að sjá kynningarmyndband fyrir nýja stýrikerfið og BlackBerry 10 hér fyrir ofan.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira