Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 23-28 | Fram leiðir einvígið 1-0 Guðmundur Marinó Ingvarsson á Hliðarenda skrifar 2. maí 2012 18:31 Stella fór á kostum í kvöld. mynd/vilhelm Fram skellti Íslands-, bikar-, deildar- og deildarbikarmeisturum Vals 28-23 í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta. Fram leiddi allan leikinn og var sigurinn í raun öruggur. Fram leiðir því einvígið 1-0. Fram byrjaði leikinn mun betur og leiddi leikinn frá upphafi til enda. Fram náði sex marka forystu þegar fyrri hálfleikur var rétt rúmlega hálfnaður. Valur náði að minnka muninn í þrjú mörk fyrir hálfleik, 14-11, en Fram hóf seinni hálfleik af sama krafti og þann fyrri og jók forskotið fljótt aftur. Fram lék frábæran varnarleik og náði að halda lykilmönnum í liði Vals algjörlega niðri. Hrafnhildur Skúladóttir skoraði ekki mark í leiknum auk þess sem Valur skoraði ekki mark úr hraðaupphlaupi fyrr en á 42. mínútu enda varnarleikur liðsins ekki góður og markvarslan engin. Fram virkaði einfaldlega hungraðara í leiknum og mun baráttuglaðara. Guðrún Ósk Maríasdóttir var góð í markinu fyrir aftan sterka vörnina og í sókninni fór Stella Sigurðardóttir á kostum en hún skoraði 12 mörk í aðeins 16 skotum. Stella meiddist þegar níu mínútur voru eftir af leiknum og þá stigu samherjar hennar upp og sáu til þess að Valur næði ekki að gera leikinn spennandi þó liðið reyndi framliggjandi vörn til að brjóta leikinn upp. Stella: Vorum grimmariStella ræðir hér við þjálfara Vals.mynd/vilhelm„Við vorum mun grimmari í þessum leik. Við mættum ákveðnar til leiks og mér fannst þetta vera öruggt allan leikinn. Vörnin var góð og markvarslan öflug í kjölfarið," sagði Stella eftir leikinn en hún segist fullviss um að hún verði búin að jafna sig af krampanum sem hélt henni utan vallar síðustu mínútur leiksins. „Við ætluðum að mæta ákveðnar til leiks því við lentum 6-1 undir gegn þeim síðast. Við vorum ákveðnar í að byrja leikinn vel og það skilaði sér. Það er líka erfitt að vera að elta og því var mikilvægt að byrja svona vel. Það er líka mikilvægt fyrir sjálfstraustið að ná fyrsta sigrinum hérna, „Munurinn fór minnst niður í þrjú mörk og það kom aldrei nein hræðsla í liðið. Við náðum alltaf að halda okkar striki og spila okkar leik. Þetta gekk mjög fínt," sagði Stella sem segir sigurinn fylla liðið sjálfstrausti. „Það er alltaf talað um Val sem betra liðið en núna vitum við að við getum unnið þær en við vitum líka að við þurfum allar að eiga góðan leik til að sigra þær. Þegar við töpuðum fyrir þeim í deildinni þá var hugarfarið ekki rétt stillt hjá okkur. Við gerðum mikið af klaufa mistökum sem okkur tókst að halda í lágmarki í kvöld. Þetta var frábær leikur frá fyrstu mínútu," sagði Stella að lokum. Einar: Byrjunin kveikti í okkurmynd/vilhelm„Við sýndum það frá fyrstu mínútu að við ætluðum okkur þetta. Við vorum mjög grimmar og spiluðum þaðan sem frá var horfið gegn ÍBV og jafnvel bætt aðeins í. Þetta var virkilega flottur sigur," sagði Einar Jónsson þjálfari Fram í leikslok. „Við erum að spila gegn frábæru liði og að leggja þær að velli hér í Vodafone höllinni finnst mér vera stórkostlegur árangur. Við vorum mjög heilsteyptar í lokin. „Við fögnum þessu í 15 mínútur og þegar við göngum út úr húsinu þá þurfa leikmenn að fara að einbeita sér að næsta verkefni og ná líkama og sál í lag fyrir næsta leik. „Það var óvenju sjaldan sem það var stöngin út í dag hjá okkur. Mér fannst vörnin mjög góð lengst af og við byrjum vel. Við höfum ekki byrjað vel í leikjunum tveimur hér í vetur sem við töpuðum. Það gaf okkur aukið sjálfstraust. Byrjunin kveikti í okkur," sagði Einar. Stefán: Ætlum ekki að tapa fleiri leikjummynd/vilhelm„Við náðum okkur aldrei á strik og töpuðum gegn miklu betra liði hér í kvöld," sagði Stefán Arnarson þjálfari Vals í kvöld. „Við spiluðum ekki nægjanlega góða vörn. Við reyndum þrjú afbrigði sem ekkert gekk. Þar að leiðandi var markvarslan ekki góð. Sóknarleikurinn var mjög dapur og við fengum engin hraðaupphlaup. Seinni bylgjan var léleg, heilt yfir þá spiluðum við illa. „Fram spilaði mjög vel og ef annað liðið spilar mjög vel og við svörum ekki þá fer þetta svona," sagði Stefán sem gaf ekki mikið fyrir að Fram hungri meira í titilinn eftir að hafa horft á Val fagna tvö síðustu árin. „Það er mikið hungur í okkur að ná þessum titli en maður spilar ekki alla leiki vel og við spiluðum því miður ekki vel í þessum leik og töpuðum. „Við þurfum að fara yfir þetta því það eru allt of margir hlutir í ólagi. Það skrifast á mig því leikmenn lögðu sig virkilega fram og ég þarf að líta í eigin barm og finna svör við þessu. Það eru margir leikmenn sem ná sér ekki á strik en við töpum sem lið og ég ber ábyrgð á þessu. Leikmennirnir reyndu en það gekk ekki. „Við höfum ekki tapað mörgum leikjum og ætlum ekki að tapa fleiri leikjum í þessu einvígi. Við ætlum að vinna þetta einvígi og vinna á föstudaginn en til þess að það gerist þarf margt að breytast," sagði Stefán að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira
Fram skellti Íslands-, bikar-, deildar- og deildarbikarmeisturum Vals 28-23 í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta. Fram leiddi allan leikinn og var sigurinn í raun öruggur. Fram leiðir því einvígið 1-0. Fram byrjaði leikinn mun betur og leiddi leikinn frá upphafi til enda. Fram náði sex marka forystu þegar fyrri hálfleikur var rétt rúmlega hálfnaður. Valur náði að minnka muninn í þrjú mörk fyrir hálfleik, 14-11, en Fram hóf seinni hálfleik af sama krafti og þann fyrri og jók forskotið fljótt aftur. Fram lék frábæran varnarleik og náði að halda lykilmönnum í liði Vals algjörlega niðri. Hrafnhildur Skúladóttir skoraði ekki mark í leiknum auk þess sem Valur skoraði ekki mark úr hraðaupphlaupi fyrr en á 42. mínútu enda varnarleikur liðsins ekki góður og markvarslan engin. Fram virkaði einfaldlega hungraðara í leiknum og mun baráttuglaðara. Guðrún Ósk Maríasdóttir var góð í markinu fyrir aftan sterka vörnina og í sókninni fór Stella Sigurðardóttir á kostum en hún skoraði 12 mörk í aðeins 16 skotum. Stella meiddist þegar níu mínútur voru eftir af leiknum og þá stigu samherjar hennar upp og sáu til þess að Valur næði ekki að gera leikinn spennandi þó liðið reyndi framliggjandi vörn til að brjóta leikinn upp. Stella: Vorum grimmariStella ræðir hér við þjálfara Vals.mynd/vilhelm„Við vorum mun grimmari í þessum leik. Við mættum ákveðnar til leiks og mér fannst þetta vera öruggt allan leikinn. Vörnin var góð og markvarslan öflug í kjölfarið," sagði Stella eftir leikinn en hún segist fullviss um að hún verði búin að jafna sig af krampanum sem hélt henni utan vallar síðustu mínútur leiksins. „Við ætluðum að mæta ákveðnar til leiks því við lentum 6-1 undir gegn þeim síðast. Við vorum ákveðnar í að byrja leikinn vel og það skilaði sér. Það er líka erfitt að vera að elta og því var mikilvægt að byrja svona vel. Það er líka mikilvægt fyrir sjálfstraustið að ná fyrsta sigrinum hérna, „Munurinn fór minnst niður í þrjú mörk og það kom aldrei nein hræðsla í liðið. Við náðum alltaf að halda okkar striki og spila okkar leik. Þetta gekk mjög fínt," sagði Stella sem segir sigurinn fylla liðið sjálfstrausti. „Það er alltaf talað um Val sem betra liðið en núna vitum við að við getum unnið þær en við vitum líka að við þurfum allar að eiga góðan leik til að sigra þær. Þegar við töpuðum fyrir þeim í deildinni þá var hugarfarið ekki rétt stillt hjá okkur. Við gerðum mikið af klaufa mistökum sem okkur tókst að halda í lágmarki í kvöld. Þetta var frábær leikur frá fyrstu mínútu," sagði Stella að lokum. Einar: Byrjunin kveikti í okkurmynd/vilhelm„Við sýndum það frá fyrstu mínútu að við ætluðum okkur þetta. Við vorum mjög grimmar og spiluðum þaðan sem frá var horfið gegn ÍBV og jafnvel bætt aðeins í. Þetta var virkilega flottur sigur," sagði Einar Jónsson þjálfari Fram í leikslok. „Við erum að spila gegn frábæru liði og að leggja þær að velli hér í Vodafone höllinni finnst mér vera stórkostlegur árangur. Við vorum mjög heilsteyptar í lokin. „Við fögnum þessu í 15 mínútur og þegar við göngum út úr húsinu þá þurfa leikmenn að fara að einbeita sér að næsta verkefni og ná líkama og sál í lag fyrir næsta leik. „Það var óvenju sjaldan sem það var stöngin út í dag hjá okkur. Mér fannst vörnin mjög góð lengst af og við byrjum vel. Við höfum ekki byrjað vel í leikjunum tveimur hér í vetur sem við töpuðum. Það gaf okkur aukið sjálfstraust. Byrjunin kveikti í okkur," sagði Einar. Stefán: Ætlum ekki að tapa fleiri leikjummynd/vilhelm„Við náðum okkur aldrei á strik og töpuðum gegn miklu betra liði hér í kvöld," sagði Stefán Arnarson þjálfari Vals í kvöld. „Við spiluðum ekki nægjanlega góða vörn. Við reyndum þrjú afbrigði sem ekkert gekk. Þar að leiðandi var markvarslan ekki góð. Sóknarleikurinn var mjög dapur og við fengum engin hraðaupphlaup. Seinni bylgjan var léleg, heilt yfir þá spiluðum við illa. „Fram spilaði mjög vel og ef annað liðið spilar mjög vel og við svörum ekki þá fer þetta svona," sagði Stefán sem gaf ekki mikið fyrir að Fram hungri meira í titilinn eftir að hafa horft á Val fagna tvö síðustu árin. „Það er mikið hungur í okkur að ná þessum titli en maður spilar ekki alla leiki vel og við spiluðum því miður ekki vel í þessum leik og töpuðum. „Við þurfum að fara yfir þetta því það eru allt of margir hlutir í ólagi. Það skrifast á mig því leikmenn lögðu sig virkilega fram og ég þarf að líta í eigin barm og finna svör við þessu. Það eru margir leikmenn sem ná sér ekki á strik en við töpum sem lið og ég ber ábyrgð á þessu. Leikmennirnir reyndu en það gekk ekki. „Við höfum ekki tapað mörgum leikjum og ætlum ekki að tapa fleiri leikjum í þessu einvígi. Við ætlum að vinna þetta einvígi og vinna á föstudaginn en til þess að það gerist þarf margt að breytast," sagði Stefán að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira