Nýtt ráðgjafarfyrirtæki, NýNA ehf., tók til starfa um síðustu mánaðamót en markmiðið stofnandans er að veita einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf um hvernig sækja megi um styrki frá Evrópusambandinu (ESB), þar á meðal um hina svokölluðu IPA-styrki sem veittir eru í tengslum við aðildarumsókn Íslands að ESB.
„Ég held að þetta sé klárlega vannýtt tækifæri hér á Íslandi. Kannski ekki síst vegna þess að fæstir virðast meðvitaðir um þennan möguleika. Þá er mjög tímafrekt að standa í umsóknum sem þessum og því talsverður kostnaður fólginn í því fyrir fyrirtæki að finna út úr þessu sjálf,“ segir María Lóa Friðjónsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri NýNa.
María segir háar upphæðir í boði á íslenskan mælikvarða sem geti skipt lítil fyrirtæki verulegu máli. „Við beinum sjónum okkar helst að skapandi greinum og ferðaþjónustunni sem eru kannski þær greinar sem eru í örustum vexti á Íslandi. Ég tel mjög trúlegt að hægt sé að aðstoða fyrirtæki í þessum greinum að nálgast styrki innan úr ESB,“ segir María.
Fyrirtækið byggir á viðskiptaáætlun sem María vann á svokölluðu Brautargengisnámskeiði hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Var áætlun Maríu valin besta viðskiptaáætlunin úr hópi þeirra sem útskrifuðust af námskeiðinu í vor.- mþl
Hjálpar fyrirtækjum að fá ESB-styrki

Mest lesið

Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“
Viðskipti innlent



Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi
Viðskipti innlent

Festi hagnast umfram væntingar
Viðskipti innlent

Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls
Viðskipti innlent

Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin
Viðskipti innlent

Vara við eggjum í kleinuhringjum
Neytendur

Gengi Novo Nordisk steypist niður
Viðskipti erlent