Vísa á skiptastjóra Kaupþings í Lúx í Lindsor-máli Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. ágúst 2012 18:30 Þær skýringar hafa verið gefnar að lánaskjöl vegna 171 milljónar evra millifærslu frá Kaupþingi til félagsins Lindsor Holdings í miðju bankahruni hafi verið undirrituð marga mánuði eftir á að kröfu skiptastjóra Kaupþings í Lúxemborg. Rannsókn sérstaks saksóknara á Lindsor-málinu svokallaða er vel á veg komin. Kaupþing fékk 500 milljónir evra af neyðarfé íslenska ríkisins að láni frá Seðlabankanum 6. október 2008 í miðju hruni og lánaði skúffufélaginu Lindsor Holdings Corporation 171 milljón evra sama dag. Bankinn féll tveimur dögum síðar. Málið er rannsakað sem umboðssvik, en stjórnendur Kaupþings eru grunaðir um að hafa stefnt fjármunum Kaupþings „í verulega hættu" eins og það var orðað í gæsluvarðhaldskröfu yfir Magnúsi Guðmundssyni, sem stýrði Kaupþingi í Lúx. Peningarnir voru notaðir til að kaupa skuldabréf af Kaupþingi í Lúx, einstökum starfsmönnum þess banka og félagi í eigu Skúla Þorvaldssonar. Umboðssvikin eru talin hafa falist í því að velta hættu af fjárhagstjóni af starfsmönnum Kaupþings banka yfir á bankann sjálfan, en umboðssvik geta varðað allt að sex ára fangelsi ef sakir eru miklar. Skemmst er að minnast þess að fyrrverandi stjórnendur Byrs voru dæmdir í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik í Exeter-málinu svokallaða. Eins og fréttastofa hefur greint frá hafa stjórnendur Kaupþings gefið þær skýringar að bankinn hafi keypt mikið af eigin skuldabréfum til að reyna að verja bankann falli á árinu 2008. Evrurnar frá Seðlabankanum hafi hins vegar ekki farið í þetta, heldur að gera upp við sparifjáreigendur á EDGE-reikningunum svokölluðu eftir áhlaup á bankann í tíu löndum 7. október 2008, daginn eftir setningu neyðarlaganna. Það sem vakti sérstakar grunsemdir við lánið til Lindsor Holdings var að öll skjöl voru undirrituð í nóvember og desember 2008, mörgum mánuðum eftir hrun og mun Guðný Arna Sveinsdóttir, sem sat þá í skilanefnd Kaupþings, hafa gengið frá skjölunum, en hún var áður fjármálastjóri Kaupþings. Af þessum sökum er Guðný Arna grunuð um hlutdeild í meintum brotum stjórnenda bankans. Fréttastofan reyndi ítrekað að ná tali af Guðnýju við vinnslu fréttarinnar, án árangurs, en hún er búsett erlendis. Sérstakur saksóknari telur í raun að skjölin hafi verið fölsuð og dagsett aftur í tímann. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa þær skýringar verið gefnar að skjölin hafi öll verið undirrituð eftir á að kröfu skiptastjóra Kaupþings í Lúxemborg en á þessum tíma var bankinn í fjárhagslegri endurskipulagningu. Bankinn var stuttu síðar seldur David Rowland og fjölskyldu og hlaut síðan nýtt nafn, Banque Havilland. Þessar skýringar um að skiptastjórinn hafi gert kröfu um frágang skjala hafa ekki breytt stöðu málsins, sem er enn í rannsókn. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Rannsókn á Lindsor-málinu komin á skrið hjá sérstökum Kaupþing var að reyna að greiða upp eigin skuldabréf og afstýra falli bankans þegar hundrað sjötíu og ein milljón evra var millifærð til Lúxemborgar til félags sem stjórnendur bankans stýrðu í miðju hruni, sama dag og bankinn fékk stóran hluta neyðarfjár íslenska ríkisins að láni hjá Seðlabanka Íslands. Rannsókn málsins er komin af stað hjá sérstökum saksóknara eftir eins og hálfs árs bið eftir gögnum. 12. ágúst 2012 18:30 Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira
Þær skýringar hafa verið gefnar að lánaskjöl vegna 171 milljónar evra millifærslu frá Kaupþingi til félagsins Lindsor Holdings í miðju bankahruni hafi verið undirrituð marga mánuði eftir á að kröfu skiptastjóra Kaupþings í Lúxemborg. Rannsókn sérstaks saksóknara á Lindsor-málinu svokallaða er vel á veg komin. Kaupþing fékk 500 milljónir evra af neyðarfé íslenska ríkisins að láni frá Seðlabankanum 6. október 2008 í miðju hruni og lánaði skúffufélaginu Lindsor Holdings Corporation 171 milljón evra sama dag. Bankinn féll tveimur dögum síðar. Málið er rannsakað sem umboðssvik, en stjórnendur Kaupþings eru grunaðir um að hafa stefnt fjármunum Kaupþings „í verulega hættu" eins og það var orðað í gæsluvarðhaldskröfu yfir Magnúsi Guðmundssyni, sem stýrði Kaupþingi í Lúx. Peningarnir voru notaðir til að kaupa skuldabréf af Kaupþingi í Lúx, einstökum starfsmönnum þess banka og félagi í eigu Skúla Þorvaldssonar. Umboðssvikin eru talin hafa falist í því að velta hættu af fjárhagstjóni af starfsmönnum Kaupþings banka yfir á bankann sjálfan, en umboðssvik geta varðað allt að sex ára fangelsi ef sakir eru miklar. Skemmst er að minnast þess að fyrrverandi stjórnendur Byrs voru dæmdir í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik í Exeter-málinu svokallaða. Eins og fréttastofa hefur greint frá hafa stjórnendur Kaupþings gefið þær skýringar að bankinn hafi keypt mikið af eigin skuldabréfum til að reyna að verja bankann falli á árinu 2008. Evrurnar frá Seðlabankanum hafi hins vegar ekki farið í þetta, heldur að gera upp við sparifjáreigendur á EDGE-reikningunum svokölluðu eftir áhlaup á bankann í tíu löndum 7. október 2008, daginn eftir setningu neyðarlaganna. Það sem vakti sérstakar grunsemdir við lánið til Lindsor Holdings var að öll skjöl voru undirrituð í nóvember og desember 2008, mörgum mánuðum eftir hrun og mun Guðný Arna Sveinsdóttir, sem sat þá í skilanefnd Kaupþings, hafa gengið frá skjölunum, en hún var áður fjármálastjóri Kaupþings. Af þessum sökum er Guðný Arna grunuð um hlutdeild í meintum brotum stjórnenda bankans. Fréttastofan reyndi ítrekað að ná tali af Guðnýju við vinnslu fréttarinnar, án árangurs, en hún er búsett erlendis. Sérstakur saksóknari telur í raun að skjölin hafi verið fölsuð og dagsett aftur í tímann. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa þær skýringar verið gefnar að skjölin hafi öll verið undirrituð eftir á að kröfu skiptastjóra Kaupþings í Lúxemborg en á þessum tíma var bankinn í fjárhagslegri endurskipulagningu. Bankinn var stuttu síðar seldur David Rowland og fjölskyldu og hlaut síðan nýtt nafn, Banque Havilland. Þessar skýringar um að skiptastjórinn hafi gert kröfu um frágang skjala hafa ekki breytt stöðu málsins, sem er enn í rannsókn. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Rannsókn á Lindsor-málinu komin á skrið hjá sérstökum Kaupþing var að reyna að greiða upp eigin skuldabréf og afstýra falli bankans þegar hundrað sjötíu og ein milljón evra var millifærð til Lúxemborgar til félags sem stjórnendur bankans stýrðu í miðju hruni, sama dag og bankinn fékk stóran hluta neyðarfjár íslenska ríkisins að láni hjá Seðlabanka Íslands. Rannsókn málsins er komin af stað hjá sérstökum saksóknara eftir eins og hálfs árs bið eftir gögnum. 12. ágúst 2012 18:30 Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira
Rannsókn á Lindsor-málinu komin á skrið hjá sérstökum Kaupþing var að reyna að greiða upp eigin skuldabréf og afstýra falli bankans þegar hundrað sjötíu og ein milljón evra var millifærð til Lúxemborgar til félags sem stjórnendur bankans stýrðu í miðju hruni, sama dag og bankinn fékk stóran hluta neyðarfjár íslenska ríkisins að láni hjá Seðlabanka Íslands. Rannsókn málsins er komin af stað hjá sérstökum saksóknara eftir eins og hálfs árs bið eftir gögnum. 12. ágúst 2012 18:30