Styttist í uppgjör Facebook 22. júlí 2012 22:00 mynd/AP Samskiptamiðillinn Facebook mun kynna fyrstu ársfjórðungstölur sínar í vikunni. Verður þetta fyrsta uppgjör fyrirtækisins síðan það var skráð á hlutabréfamarkað í Kauphöllinni í New York fyrir nokkrum vikum. Líklegt þykir að Facebook hafi tapað þó nokkru á síðasta fjórðungi. Hlutafjárútboð Facebook var það stærsta í sögu Bandaríkjanna en fyrirtækið var metið á um 100 milljarða dollara eða það sem nemur 12.450 milljörðum króna. En gengi hlutabréfa samskiptasíðunnar hefur fallið síðustu vikur og stóð í 3.580 krónum við lokun markaða á föstudag. Er þetta tæpum 1.200 krónum minna virði en í upphafi var áætlað. Það verður því seint sagt að skráning Facebook á markað hafi gengið jafn vel og menn vonuðust til. Stjórnendur Facebook þurfa þó ekki að örvænta. Notendafjöldi síðunnar heldur áfram að aukast í flestum heimshlutum þó svo notendum hafi fækkað örlítið í Evrópu á síðustu mánuðum. Notendurnir eru nú rúmlega 900 milljón talsins. Helsta vandamál Facebook hefur verið tekjuöflun. Auglýsingasala er helsta tekjulind fyrirtækisins en hingað til hefur því ekki tekist að auglýsa í snjallsímum og spjaldtölvum. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Samskiptamiðillinn Facebook mun kynna fyrstu ársfjórðungstölur sínar í vikunni. Verður þetta fyrsta uppgjör fyrirtækisins síðan það var skráð á hlutabréfamarkað í Kauphöllinni í New York fyrir nokkrum vikum. Líklegt þykir að Facebook hafi tapað þó nokkru á síðasta fjórðungi. Hlutafjárútboð Facebook var það stærsta í sögu Bandaríkjanna en fyrirtækið var metið á um 100 milljarða dollara eða það sem nemur 12.450 milljörðum króna. En gengi hlutabréfa samskiptasíðunnar hefur fallið síðustu vikur og stóð í 3.580 krónum við lokun markaða á föstudag. Er þetta tæpum 1.200 krónum minna virði en í upphafi var áætlað. Það verður því seint sagt að skráning Facebook á markað hafi gengið jafn vel og menn vonuðust til. Stjórnendur Facebook þurfa þó ekki að örvænta. Notendafjöldi síðunnar heldur áfram að aukast í flestum heimshlutum þó svo notendum hafi fækkað örlítið í Evrópu á síðustu mánuðum. Notendurnir eru nú rúmlega 900 milljón talsins. Helsta vandamál Facebook hefur verið tekjuöflun. Auglýsingasala er helsta tekjulind fyrirtækisins en hingað til hefur því ekki tekist að auglýsa í snjallsímum og spjaldtölvum.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira