Viðskipti innlent

Nýherji hagnast um 5 milljónir

Nýherji hagnaðist um 5 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi ársins. Til samanburðar tapaði fyrirtækið 60 milljónum króna á sama tímabili í fyrra.

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta nam 125 milljónum á tímabilinu sem gerir samanlagt 335 milljónir á fyrstu níu mánuðum ársins. Það sem af er ári er tap félagsins hins vegar tíu milljónir.

Fram kemur í fjárfestakynningu vegna uppgjörsins að afkoma af innlendum rekstri hafi verið góð á árinu en að afkoma af erlendri starfsemi hafi verið verulega undir áætlun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×