Viðskipti innlent

Verða ekki af bótarétti sínum

ÓKÁ skrifar
Vinna. Mynd úr safni.
Vinna. Mynd úr safni. Mynd/Stefán Karlsson
Atvinnulausum býðst stuðningur Rannsóknaseturs verslunarinnar, Nýsköpunarmiðstöðvar og Vinnumálastofnunar við að stofna samvinnufélög. Tilgangurinn er að skapa fólki atvinnu og efla nýsköpun.

Um er að ræða tilraunaverkefni sem kynnt verður í höfuðstöðvum Nýsköpunarmiðstöðvar í Árleyni milli klukkan tvö og hálf fjögur í dag, þriðjudag.

Í aðstoðinni felst meðal annars að fólk heldur rétti til atvinnuleysisbóta þá 12 mánuði sem verkefnið stendur, kennsla í verklegum rekstrarþáttum og handleiðsla Nýsköpunarmiðstöðvar. Verkefnið á að hefjast í janúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×