Viðskipti innlent

Jónsi í Sigur Rós í nýrri auglýsingu Windows

JHH skrifar
Jón Þór Birgisson, sem oftast er kallaður Jónsi í Sigur Rós, flytur lagið sem hljómar í auglýsingu nýja Windows símans. Auglýsingin var birt á YouTube á sunnudaginn. Lagið er af plötu sem Jónsi gaf út einn síns liðs þegar Sigur Rós var í leyfi. Lagið heitir Go Do og platan heitir Go.

Sigur Rós er núna komin aftur úr leyfi. Hljómsvetiin hefur verið á ferðalagi síðustu vikur til að fylgja eftir nýjustu plötu sinni og mun halda tónleika á Airwaves hátíðinni í Nýju Laugardalshöllinni á sunnudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×