Viðskipti innlent

Rúmfatalagerinn á Austurveg

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Rúmfatalagerinn flytur á Austurveg við Selfoss.
Rúmfatalagerinn flytur á Austurveg við Selfoss.
„Já, það er rétt, við ætlum að opna á Selfossi fyrir jól og hlökkum mikið að koma með starfsemin á Suðurland. Við erum að fá húsnæði Europris afhent og förum í kjölfarið að setja verslunina upp," sagði Bjarki Brynjarsson, markaðsstjóri Rúmfatalagersins þegar hann var spurður hvort það væri rétt að verslunin væri að koma á Selfoss.

Ekki er ólíklegt að verslunin opni 1. desember og að starfsmennirnir verði um 15. Rúmfatalagerinn er með þrjár verslanir í Reykjavík og eina á Akureyri. Starfsmennirnir eru um 150.

Þessa frétt má líka lesa á vefnum dfs.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×