Krafði forystumenn um skýringar á vondum vaxtakjörum Þorbjörn Þórðarson í Helsinki skrifar 30. október 2012 14:45 Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs. Helgi Hjörvar, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs og efnahags- og viðskiptanefndar Alþingisbeindi, beindi fyrirspurn til forsætisráðherra Norðurlandanna á leiðtogafundinum á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki í dag. Helgi, sem mælti fyrst fyrir flokkahóp jafnaðarmanna á Norðurlöndum, spurði hvers vegna Íslendingar væru að greiða miklu hærri vexti af lánum sínum frá Norðurlöndunum vegna fjármálakreppunnar en Írar væru að greiða vegna sams konar lána. Árið 2009 fékk íslenska ríkið jafnvirði 2,5 milljarða dollara hjá Svíum, Norðmönnum, Dönum og Finnum vegna fjármálakreppunnar. Vaxtakjörin á láninu til Íslands eru 3 mánaða EURIBOR vextir að viðbættu 2,75 prósenta álagi. Danmörk og Svíþjóð gerðu hins vegar bæði tvíhliða lánasamninga við Írland þar sem vaxtakjörin eru 3 mánaða EURIBOR vextir að viðbættu 1 prósentu álagi. Gert ráð fyrir að íslenska ríkið greiði 88 milljarða í vexti í næsta ári. Hvert prósentustig í vöxtum vegur því þungt. Skuldatryggingarálag á Íslenska ríkið nemur nú 214 punktum, en það er hundrað punktum hærra hjá Írum.Frá þingi Norðurlandaráðs í þinghúsinu í Helsinki í dag.Vísir / ÞÞ „Ég veit við munum ekki semja um vexti á þessu þingi, en ég spyr, getið þið velt því fyrir ykkur hvort það væri hægt að breyta skilyrðum þessara lána til Íslendinga? Fimmtán prósent af heildarútgjöldum íslenska ríkisins á fjárlögum fara í vaxtagreiðslur," sagði Helgi. Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svía, sagði að þingið væri ekki vettvangur til að ræða vextina og svaraði ekki spurningu Helga, eyddi henni raunar og talaði almennt um lánveitingar til ríkja í fjárhagsvanda. Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Dana, svaraði henni ekki heldur. Jyrki Katainen, forsætisráðherra Finnlands og Espen Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs, sem sat fundinn í fjarveru Jens Soltenberg forsætisráðherra, sáu ekki ástæðu til að svara spurningunni enda áttu hvorki Finnar né Norðmenn aðild að lánasamningum við Íra. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Helgi Hjörvar, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs og efnahags- og viðskiptanefndar Alþingisbeindi, beindi fyrirspurn til forsætisráðherra Norðurlandanna á leiðtogafundinum á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki í dag. Helgi, sem mælti fyrst fyrir flokkahóp jafnaðarmanna á Norðurlöndum, spurði hvers vegna Íslendingar væru að greiða miklu hærri vexti af lánum sínum frá Norðurlöndunum vegna fjármálakreppunnar en Írar væru að greiða vegna sams konar lána. Árið 2009 fékk íslenska ríkið jafnvirði 2,5 milljarða dollara hjá Svíum, Norðmönnum, Dönum og Finnum vegna fjármálakreppunnar. Vaxtakjörin á láninu til Íslands eru 3 mánaða EURIBOR vextir að viðbættu 2,75 prósenta álagi. Danmörk og Svíþjóð gerðu hins vegar bæði tvíhliða lánasamninga við Írland þar sem vaxtakjörin eru 3 mánaða EURIBOR vextir að viðbættu 1 prósentu álagi. Gert ráð fyrir að íslenska ríkið greiði 88 milljarða í vexti í næsta ári. Hvert prósentustig í vöxtum vegur því þungt. Skuldatryggingarálag á Íslenska ríkið nemur nú 214 punktum, en það er hundrað punktum hærra hjá Írum.Frá þingi Norðurlandaráðs í þinghúsinu í Helsinki í dag.Vísir / ÞÞ „Ég veit við munum ekki semja um vexti á þessu þingi, en ég spyr, getið þið velt því fyrir ykkur hvort það væri hægt að breyta skilyrðum þessara lána til Íslendinga? Fimmtán prósent af heildarútgjöldum íslenska ríkisins á fjárlögum fara í vaxtagreiðslur," sagði Helgi. Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svía, sagði að þingið væri ekki vettvangur til að ræða vextina og svaraði ekki spurningu Helga, eyddi henni raunar og talaði almennt um lánveitingar til ríkja í fjárhagsvanda. Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Dana, svaraði henni ekki heldur. Jyrki Katainen, forsætisráðherra Finnlands og Espen Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs, sem sat fundinn í fjarveru Jens Soltenberg forsætisráðherra, sáu ekki ástæðu til að svara spurningunni enda áttu hvorki Finnar né Norðmenn aðild að lánasamningum við Íra. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira