Bjartsýnn fyrir Íslands hönd Magnús Halldórsson skrifar 30. október 2012 18:57 Svein Harald Øygard. Mynd/Anton Brink Norski hagfræðingurinn og fyrrum seðlabankastjórinn Svein Harald Øygard segist bjartsýnn fyrir hönd Íslands og segir mikil tækifæri vera fyrir hendi þegar kemur að því að renna styrkari stoðum undir efnahagslífið. Svein Harald var starfandi seðlabankastjóri hér á landi árið 2009, frá síðari hluta febrúar mánaðar og fram á haustmánuði sama ár. Svein Harald var einn þeirra sem vann að skýrslunni um Ísland hjá ráðgjafafyrirtækinu McKinsay en hann hefur starfað þar sem ráðgjafi um árabil, en um tíma starfaði hann einnig sem ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneyti Noregs. Svein segir Ísland um margt standa á tímamótum og nauðsynlegt sé fyrir fólkið í landinu að ákveða hvert skuli stefnt inn í framtíðina, í efnhagslegu tilliti. „Ég held að margt hafi verið fært til betri vegar á Íslandi. Við hefðum öll viljað að það hefði gengið hraðar fyrir sig. Nú held ég að aðalþrautin sé að einbeita sér að því hvað verði hægt að gera næst, hvernig hægt sé að skapa nýjan hagvöxt á Íslandi á sjálfbæran hátt. Ég held að þetta sé svarið við spurningunni til langs tíma en það myndi einnig hjálpa okkur að leysa mörg skammtímaverkefni," segir Svein. Svein Harald segir að huga þurfi sérstaklega að því hvernig megi efla fjárfestingu í hagkerfinu. „Ef við berum Ísland saman við önnur lönd eftir kreppuna er aðalmunurinn hve lítil fjárfesting á sér nú stað á Íslandi," segir Svein. Svein Harald segist ennfremur bjartsýnn á efnahagslega framtíð Íslands, hér séu margvísleg tækifæri til þess að gera enn betur. „Ég held að Ísland hafi það sem til þarf. Íbúarnir eru vinnufúsir, mjög hæfir og áhugasamir og þeir hafa viljann til að gera það sem þarf til að halda fram á við. Svo ég er vongóður. Við vonum öll að það muni ganga hraðar og breytingarnar verði skjótari fyrir Íslendinga," segir Svein.Leiðrétting: Mishermt var í upphaflegu útgáfu fréttarinnar að Svein Harald hefði verið að störfum í Seðlabanka Íslands í um tvo mánuði. Það er ekki rétt. Hið rétta er að hann starfaði fyrir Seðlabankann í tæpt ár. Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Norski hagfræðingurinn og fyrrum seðlabankastjórinn Svein Harald Øygard segist bjartsýnn fyrir hönd Íslands og segir mikil tækifæri vera fyrir hendi þegar kemur að því að renna styrkari stoðum undir efnahagslífið. Svein Harald var starfandi seðlabankastjóri hér á landi árið 2009, frá síðari hluta febrúar mánaðar og fram á haustmánuði sama ár. Svein Harald var einn þeirra sem vann að skýrslunni um Ísland hjá ráðgjafafyrirtækinu McKinsay en hann hefur starfað þar sem ráðgjafi um árabil, en um tíma starfaði hann einnig sem ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneyti Noregs. Svein segir Ísland um margt standa á tímamótum og nauðsynlegt sé fyrir fólkið í landinu að ákveða hvert skuli stefnt inn í framtíðina, í efnhagslegu tilliti. „Ég held að margt hafi verið fært til betri vegar á Íslandi. Við hefðum öll viljað að það hefði gengið hraðar fyrir sig. Nú held ég að aðalþrautin sé að einbeita sér að því hvað verði hægt að gera næst, hvernig hægt sé að skapa nýjan hagvöxt á Íslandi á sjálfbæran hátt. Ég held að þetta sé svarið við spurningunni til langs tíma en það myndi einnig hjálpa okkur að leysa mörg skammtímaverkefni," segir Svein. Svein Harald segir að huga þurfi sérstaklega að því hvernig megi efla fjárfestingu í hagkerfinu. „Ef við berum Ísland saman við önnur lönd eftir kreppuna er aðalmunurinn hve lítil fjárfesting á sér nú stað á Íslandi," segir Svein. Svein Harald segist ennfremur bjartsýnn á efnahagslega framtíð Íslands, hér séu margvísleg tækifæri til þess að gera enn betur. „Ég held að Ísland hafi það sem til þarf. Íbúarnir eru vinnufúsir, mjög hæfir og áhugasamir og þeir hafa viljann til að gera það sem þarf til að halda fram á við. Svo ég er vongóður. Við vonum öll að það muni ganga hraðar og breytingarnar verði skjótari fyrir Íslendinga," segir Svein.Leiðrétting: Mishermt var í upphaflegu útgáfu fréttarinnar að Svein Harald hefði verið að störfum í Seðlabanka Íslands í um tvo mánuði. Það er ekki rétt. Hið rétta er að hann starfaði fyrir Seðlabankann í tæpt ár.
Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira