Of margir bankastarfsmenn á Íslandi Magnús Halldórsson skrifar 30. október 2012 21:27 Þrátt fyrir að Íslendingar vinni meira en nágrannar þeirra í öðrum löndum skilar það sér ekki í meiri lífsgæðum. Þá eru bankastarfsmenn hér á landi muni fleiri en í nágrannalöndum, að því er segir í nýrri skýrslu um íslenskan efnhag. Styrkja þarf þekkingariðnað og auka framlegð í lykilgreinum. Ráðgjafafyrirtækið McKinsey hefur unnið að ítarlegri úttekt á íslensku hagkerfinu, og var hún formlega kynnt á nítjándu hæð turnsins á Höfðatorgi í dag. Meginniðurstöður skýrslunnar eru reyndar margþættar en tekið er þó sérstaklega út að hér á landi væri 20% minni framleiðni en í nágrannalöndum, þrátt fyri að við værum að vinna meira þá myndum við framleiða minna og græða minna. Sagt er mikilvægt að styrkja umgjörð fyrir þekkingariðnað ýmis konar, svo sem nýsköpun og þjónustu, með það að markmiði að hagvöxturinn framtíðarinnar byggji á þessari stoð. Fjallað er ítarlega um ýmsar hliðar hagkerfisins, þar á meðal bankakerfið. Íslenska bankakerfið er nú, eftir hraða minnkun við hrunið, með minnsta bankakerfi Norðurlanda, en það er tæplega tvöfalt minna en það danska miðað við landsframleiðslu. Þrátt fyrir það er starfsmannafjöldi á hverja þúsund íbúa í bankakerfinu langsamlega mestur hér á landi, en ríflega þrefalt fleiri vinna í bönkum hér hlutfallslega heldur en í Svíþjóð, svo dæmi sé tekið. Svipaða sögu er að segja af smásölugeiranum, en fermetrafjöldi á hvern íbúa er næstum tvöfalt meiri hér en að meðtali á Norðurlöndunum. Atli Knútsson, starfsmaður hjá McKinsey í Danmörku, segist vonast til þess að skýrslan, sem fyrirtækið vann upp á sitt einsdæmi og ekki gegn greiðslu frá neinum, verði vonandi gott innlegg í umræðu um framtíðarsýn efnahagsmála. „Það er alveg klárt að ef að Ísland á að ná svona góðri hreyfingu á efnahagslífið þá þarf breiðari samstöðu um svona kjarnamál. Þetta er okkar innlegg inn í það. En ég held það sé líka þannig að aðrir þurfi að taka boltann áfram," segir Atli Knútsson, ráðgjafi hjá McKinsey. Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Þrátt fyrir að Íslendingar vinni meira en nágrannar þeirra í öðrum löndum skilar það sér ekki í meiri lífsgæðum. Þá eru bankastarfsmenn hér á landi muni fleiri en í nágrannalöndum, að því er segir í nýrri skýrslu um íslenskan efnhag. Styrkja þarf þekkingariðnað og auka framlegð í lykilgreinum. Ráðgjafafyrirtækið McKinsey hefur unnið að ítarlegri úttekt á íslensku hagkerfinu, og var hún formlega kynnt á nítjándu hæð turnsins á Höfðatorgi í dag. Meginniðurstöður skýrslunnar eru reyndar margþættar en tekið er þó sérstaklega út að hér á landi væri 20% minni framleiðni en í nágrannalöndum, þrátt fyri að við værum að vinna meira þá myndum við framleiða minna og græða minna. Sagt er mikilvægt að styrkja umgjörð fyrir þekkingariðnað ýmis konar, svo sem nýsköpun og þjónustu, með það að markmiði að hagvöxturinn framtíðarinnar byggji á þessari stoð. Fjallað er ítarlega um ýmsar hliðar hagkerfisins, þar á meðal bankakerfið. Íslenska bankakerfið er nú, eftir hraða minnkun við hrunið, með minnsta bankakerfi Norðurlanda, en það er tæplega tvöfalt minna en það danska miðað við landsframleiðslu. Þrátt fyrir það er starfsmannafjöldi á hverja þúsund íbúa í bankakerfinu langsamlega mestur hér á landi, en ríflega þrefalt fleiri vinna í bönkum hér hlutfallslega heldur en í Svíþjóð, svo dæmi sé tekið. Svipaða sögu er að segja af smásölugeiranum, en fermetrafjöldi á hvern íbúa er næstum tvöfalt meiri hér en að meðtali á Norðurlöndunum. Atli Knútsson, starfsmaður hjá McKinsey í Danmörku, segist vonast til þess að skýrslan, sem fyrirtækið vann upp á sitt einsdæmi og ekki gegn greiðslu frá neinum, verði vonandi gott innlegg í umræðu um framtíðarsýn efnahagsmála. „Það er alveg klárt að ef að Ísland á að ná svona góðri hreyfingu á efnahagslífið þá þarf breiðari samstöðu um svona kjarnamál. Þetta er okkar innlegg inn í það. En ég held það sé líka þannig að aðrir þurfi að taka boltann áfram," segir Atli Knútsson, ráðgjafi hjá McKinsey.
Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira