Rússneski milljarðamæringurinn Mikhail Prokhorov klippti í gær á borðann á nýjum heimavelli Brooklyn Nets sem heitir Barclays Center og er stórglæsilegur.
Það kostaði einn milljarð bandaríkjadala að byggja mannvirkið sem sagt er hið glæsilegasta í NBA-deildinni.
"Á sinni lífstíð fá ekki allir að verða vitni að viðburði sem breytir heillri borg. Þeir sem urðu vitni að byggingu Brooklynbrúarinnar geta kannski sagt það sama," sagði Prokhorov sem ætlar sér að gera Nets að NBA-meisturum.
"Það lið sem mun spila í þessari höll er þess virði að spila í henni. Ég geri enn ráð fyrir því að liðið vinni meistaratitil á næstu þremur árum."
Brooklyn hefur ekki verið með atvinnumannalið í íþróttum síðan árið 1957 en þá fór hafnaboltaliðið Dodgers til Los Angeles.
Búið að opna glæsilegan heimavöll Brooklyn Nets

Mest lesið


Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina
Enski boltinn


Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild
Enski boltinn

„Galið og fáránlegt“
Íslenski boltinn


Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa
Körfubolti


Keflavík fær bandarískan framherja
Körfubolti

Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum
Enski boltinn