Dúkkulísurnar flytja fé til Vestfjarða Magnús Halldórsson skrifar 21. september 2012 17:20 Af vefsíðu Dressupgames.com. Dress up games ehf., sem rekur Dúkkulísuvefinn Dressupgames.com, hagnaðist um 48,8 milljónir króna á síðasta ári, samkvæmt ársreikningi félagsins. Það er nokkru minna en árið 2010 en þá hagnaðist félagið um ríflega 88 milljónir króna. Eigið fé félagsins nam 192 milljónum í lok síðasta árs. Eignir félagsins námu 257 milljónum króna og skuldir rúmlega 65 milljónum, þar af námu viðskiptaskuldir tæplega 50 milljónum króna. Á síðustu þremur árum hefur félagið greitt 163 milljónir króna í arð til eiganda, líkt og Viðskiptablaðið fjallaði um á vefsíðu sinni í dag. Eini eigandi Dress up games er Inga María Guðmundsdóttir, bókasafnsfræðingur á Ísafirði, en hún er jafnframt stofnandi og hugmyndasmiður vefsins. Dressupgames.com er vinsæl vefsíða hjá ungum enskumælandi stúlkum víða um heim, en hún gerir börnum kleift að finna leiki á vefnum, sem ganga út á klæða dúkkulísur í föt. Vefsíðan fær milljónir innlita á hverjum mánuði. Tekjur félagsins eru í formi auglýsinga, og er auglýsingviðmót Google, sem hangir saman við umferð á vefnum, þar langsamlega umfangsmest. Dress up games ehf. hefur verið það félag á Vestfjörðum, á undanförnum árum, sem greitt hefur hvað mestan tekjuskatt fyrirtækja, þ.e. skatt af hagnaði. Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Dress up games ehf., sem rekur Dúkkulísuvefinn Dressupgames.com, hagnaðist um 48,8 milljónir króna á síðasta ári, samkvæmt ársreikningi félagsins. Það er nokkru minna en árið 2010 en þá hagnaðist félagið um ríflega 88 milljónir króna. Eigið fé félagsins nam 192 milljónum í lok síðasta árs. Eignir félagsins námu 257 milljónum króna og skuldir rúmlega 65 milljónum, þar af námu viðskiptaskuldir tæplega 50 milljónum króna. Á síðustu þremur árum hefur félagið greitt 163 milljónir króna í arð til eiganda, líkt og Viðskiptablaðið fjallaði um á vefsíðu sinni í dag. Eini eigandi Dress up games er Inga María Guðmundsdóttir, bókasafnsfræðingur á Ísafirði, en hún er jafnframt stofnandi og hugmyndasmiður vefsins. Dressupgames.com er vinsæl vefsíða hjá ungum enskumælandi stúlkum víða um heim, en hún gerir börnum kleift að finna leiki á vefnum, sem ganga út á klæða dúkkulísur í föt. Vefsíðan fær milljónir innlita á hverjum mánuði. Tekjur félagsins eru í formi auglýsinga, og er auglýsingviðmót Google, sem hangir saman við umferð á vefnum, þar langsamlega umfangsmest. Dress up games ehf. hefur verið það félag á Vestfjörðum, á undanförnum árum, sem greitt hefur hvað mestan tekjuskatt fyrirtækja, þ.e. skatt af hagnaði.
Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira