Fréttaskýring: Hvað tekur langan tíma að koma upp 4G-neti á Íslandi? 7. nóvember 2012 07:00 Liv Bergþórsdóttir er fyrir miðju á myndinni Framkvæmdastjóri Nova segir innleiðingu 4G-þjónustu á Íslandi sennilega munu taka skemmri tíma en þegar 3G kom fram. Nú séu betri tæki fyrir neytendur en þá og ekki þörf á eins miklum framkvæmdum. Fyrirhuguð innleiðing 4G-farsímaþjónustu á Íslandi, sem mun koma í kjölfar útboðs á tíðniheimildum á næsta ári, ætti að taka skemmri tíma en þegar 3G hóf göngu sína hér á landi upp úr 2007. Þetta segir Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova. Hún segir uppfærslu fyrirtækisins í 4G verða minni framkvæmd en uppsetningu 3G á sínum tíma. "Það er erfitt að segja til um hversu hratt þjónustan tekur við sér, en það mun að miklu leyti velta á þeim tækjum sem verða í boði fyrir neytendur." Liv tekur sem dæmi að þegar 3G byrjaði hafi fyrstu 3G-farsímarnir ekki verið mjög spennandi og það hafi ekki verið fyrr en með innreið iPhone og annarra snjallsíma sem hlutirnir fóru virkilega að gerast. "Við þurftum að bíða lengur eftir góðum 3G-farsímum en við höfðum vonast til. Að þessu sinni veðjum við hins vegar á að hlutirnir gerist hraðar, því að tæknin er lengra á veg komin með snjallsímum, spjaldtölvum og fleiru." 4G-tækninni var fyrst hleypt almennt af stokkunum á Norðurlöndunum árið 2009 og eru nú helstu borgir og bæir innan dreifikerfanna, sem ná til um og yfir 90 prósenta íbúa. Spurð hvort Ísland sé að dragast aftur úr í þróuninni segir Liv að svo sé ekki. "Ef við horfum á Evrópu, heilt yfir, eru fyrirtæki þar einmitt núna að byggja upp 4G-netið hjá sér. Miðað við hvernig var með Ísland og upptöku 3G-kerfisins á sínum tíma, þar sem við vorum einna síðust af Evrópulöndunum, erum við á hárréttum tíma og nokkuð framarlega." Hún bætir því við að uppbyggingin nú sé á réttum tíma þar sem fyrirséð er að netnotkun í símum, spjaldtölvum og öðrum þráðlausum búnaði muni aukast og 3G muni ekki anna því. Fréttablaðið hefur þegar sagt frá kostnaðarmati á uppbyggingu 4G-nets á Íslandi, sem Mannvit gerði fyrir Póst- og fjarskiptastofnun. Þar gerir ein hugsanleg leið ráð fyrir að tíu megabita tenging sem næði til um 80 prósenta landsins, gæti kostað á bilinu 22 til 33 milljarða króna. Aðspurð um þá fjárfestingu sem Nova þarf að leggja út í við uppfærsluna í 4G segir Liv að þó að það verði eflaust kostnaðarsöm framkvæmd og umfangsmikil ætti hún að verða talsvert umfangsminni en þegar 3G-netið var sett upp á sínum tíma. "Einn kosturinn við 4G er að við þurfum í raun ekki að setja upp fleiri senda. Við erum með nýlegt 3G kerfi og þó að við þurfum vitanlega að gera einhverjar breytingar, þurfum við ekki að setja upp annað sendakerfi við hlið þess sem nú er." thorgils@frettabladid.isSnjallsími og spjaldtölva. 4G-farsímanetið mun stórauka hraða á gagnaflutningum í farsíma og önnur tæki. Mynd/Vilhelm Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Framkvæmdastjóri Nova segir innleiðingu 4G-þjónustu á Íslandi sennilega munu taka skemmri tíma en þegar 3G kom fram. Nú séu betri tæki fyrir neytendur en þá og ekki þörf á eins miklum framkvæmdum. Fyrirhuguð innleiðing 4G-farsímaþjónustu á Íslandi, sem mun koma í kjölfar útboðs á tíðniheimildum á næsta ári, ætti að taka skemmri tíma en þegar 3G hóf göngu sína hér á landi upp úr 2007. Þetta segir Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova. Hún segir uppfærslu fyrirtækisins í 4G verða minni framkvæmd en uppsetningu 3G á sínum tíma. "Það er erfitt að segja til um hversu hratt þjónustan tekur við sér, en það mun að miklu leyti velta á þeim tækjum sem verða í boði fyrir neytendur." Liv tekur sem dæmi að þegar 3G byrjaði hafi fyrstu 3G-farsímarnir ekki verið mjög spennandi og það hafi ekki verið fyrr en með innreið iPhone og annarra snjallsíma sem hlutirnir fóru virkilega að gerast. "Við þurftum að bíða lengur eftir góðum 3G-farsímum en við höfðum vonast til. Að þessu sinni veðjum við hins vegar á að hlutirnir gerist hraðar, því að tæknin er lengra á veg komin með snjallsímum, spjaldtölvum og fleiru." 4G-tækninni var fyrst hleypt almennt af stokkunum á Norðurlöndunum árið 2009 og eru nú helstu borgir og bæir innan dreifikerfanna, sem ná til um og yfir 90 prósenta íbúa. Spurð hvort Ísland sé að dragast aftur úr í þróuninni segir Liv að svo sé ekki. "Ef við horfum á Evrópu, heilt yfir, eru fyrirtæki þar einmitt núna að byggja upp 4G-netið hjá sér. Miðað við hvernig var með Ísland og upptöku 3G-kerfisins á sínum tíma, þar sem við vorum einna síðust af Evrópulöndunum, erum við á hárréttum tíma og nokkuð framarlega." Hún bætir því við að uppbyggingin nú sé á réttum tíma þar sem fyrirséð er að netnotkun í símum, spjaldtölvum og öðrum þráðlausum búnaði muni aukast og 3G muni ekki anna því. Fréttablaðið hefur þegar sagt frá kostnaðarmati á uppbyggingu 4G-nets á Íslandi, sem Mannvit gerði fyrir Póst- og fjarskiptastofnun. Þar gerir ein hugsanleg leið ráð fyrir að tíu megabita tenging sem næði til um 80 prósenta landsins, gæti kostað á bilinu 22 til 33 milljarða króna. Aðspurð um þá fjárfestingu sem Nova þarf að leggja út í við uppfærsluna í 4G segir Liv að þó að það verði eflaust kostnaðarsöm framkvæmd og umfangsmikil ætti hún að verða talsvert umfangsminni en þegar 3G-netið var sett upp á sínum tíma. "Einn kosturinn við 4G er að við þurfum í raun ekki að setja upp fleiri senda. Við erum með nýlegt 3G kerfi og þó að við þurfum vitanlega að gera einhverjar breytingar, þurfum við ekki að setja upp annað sendakerfi við hlið þess sem nú er." thorgils@frettabladid.isSnjallsími og spjaldtölva. 4G-farsímanetið mun stórauka hraða á gagnaflutningum í farsíma og önnur tæki. Mynd/Vilhelm
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira