Gengur hratt á eigið fé Háskólans í Reykjavík Þórður Snær Júlíusson skrifar 7. nóvember 2012 06:00 HR er þungur fjárhagslegur myllusteinn um háls skólans. Hann greiðir alls tæplega 800 milljónir króna í leigu á ári. Ekkert bendir til þess að sú tala muni lækka um fyrirsjáanlega framtíð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Háskólinn í Reykjavík (HR) tapaði 231,5 milljónum króna í fyrra og 401,4 milljónum króna á árinu 2010. Hann mun einnig verða rekinn með tapi á þessu ári og fyrirsjáanlegt er að afkoman verði neikvæð til lengri tíma ef ekki verður breyting á fjárframlögum ríkisins til hans. Þetta kemur fram í ársreikningi HR sem birtur var nýverið. Framlag til skólans þarf að aukast um 120 milljónir króna á ári næstu þrjú árin til að tryggja rekstrarhæfi hans í þeirri mynd sem skólinn er rekinn í dag. Rekstur HR hefur verið afar þungur á undanförnum árum. Þrátt fyrir að rekstrargjöld hafi dregist saman um rúmlega 200 milljónir króna í fyrra, aðallega vegna tímabundinnar lækkunar á húsnæðiskostaði, tapaði skólinn miklum fjárhæðum. Nokkuð jákvæður viðsnúningur varð þó á afkomunni, einkum vegna tímabundinnar lækkunar á húsnæðiskostnaði. Í ársreikningnum stendur hins vegar að „afkoma HR á árinu 2012 verður áfram neikvæð og ef ekki verður breyting á fjárframlögum ríkisins eru einnig neikvæðar horfur með starfsemi háskólans til lengri tíma. Frá árinu 2009 er búinn að vera viðvarandi niðurskurður á fjárframlögum ríkisins til HR og annarra háskóla hér á landi. Samtals eru fjárframlög ríkisins til HR árið 2012 um 450 m.kr. lægri að raungildi en árið 2008 og uppsafnaður niðurskurður til HR er yfir 1.000 m.kr. að núvirði frá árinu 2008". HR hefur átt eigið fé til að mæta tapi undanfarinna ára. Það gengur þó hratt á það og um síðustu áramót var það tæplega 400 milljónir króna. Miðað við rekstrarniðurstöðu síðasta árs og óbreytt framlög myndi það duga skólanum fram á haustið 2013. Lítill pólitískur vilji virðist þó vera til að mæta kröfum HR með auknum framlögum. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2013 er gert ráð fyrir að framlag til HR lækki um 18,4 milljónir króna. Þá er HR auk þess ætlað að greiða til baka 150 milljóna króna framlag sem hann fékk á fjáraukalögum ársins 2011. Vegna þeirrar endurgreiðslu er „áætlað að skólinn fái 43,5 m.kr. lægra framlag í fjárlögum 2013[…]en hann hefði fengið án aukafjárveitingar". Samkvæmt heimildum Markaðarins eru þó líkur á að hækkanir á fimm reikniflokkum geti skilað HR um 50 milljónum króna til viðbótar á næsta ári. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, segir að rekstrarniðurstöður skólans endurspegli fyrst og fremst þann mikla niðurskurð sem hafi verið á framlögum ríkisins til skólans. „Við komum til móts við þennan niðurskurð með mikilli hagræðingu og þess vegna varð þetta ekki verra í fyrra en kemur fram í reikningnum. Við sjáum fram á að hafa gert enn betur í ár. Við höfum getað haldið starfseminni við án þess að fórna gæðum, enda væri það versta sem við gætum gert að fara að mennta fólk illa á Íslandi. Það er hins vegar augljóst að þetta gengur ekki svona til lengdar og það verður að snúa þessari þróun við fyrir árið 2013." Hann staðfestir að rekstrarafkoma ársins í ár verði einnig neikvæð og að HR þurfi um 120 milljónir króna á ári næstu þrjú árin til að geta sinnt sínu lágmarkshlutverki. Til að mæta meðaltalsframlagi OECD-ríkja til háskóla þurfi hins vegar hundruð milljóna króna. Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Háskólinn í Reykjavík (HR) tapaði 231,5 milljónum króna í fyrra og 401,4 milljónum króna á árinu 2010. Hann mun einnig verða rekinn með tapi á þessu ári og fyrirsjáanlegt er að afkoman verði neikvæð til lengri tíma ef ekki verður breyting á fjárframlögum ríkisins til hans. Þetta kemur fram í ársreikningi HR sem birtur var nýverið. Framlag til skólans þarf að aukast um 120 milljónir króna á ári næstu þrjú árin til að tryggja rekstrarhæfi hans í þeirri mynd sem skólinn er rekinn í dag. Rekstur HR hefur verið afar þungur á undanförnum árum. Þrátt fyrir að rekstrargjöld hafi dregist saman um rúmlega 200 milljónir króna í fyrra, aðallega vegna tímabundinnar lækkunar á húsnæðiskostaði, tapaði skólinn miklum fjárhæðum. Nokkuð jákvæður viðsnúningur varð þó á afkomunni, einkum vegna tímabundinnar lækkunar á húsnæðiskostnaði. Í ársreikningnum stendur hins vegar að „afkoma HR á árinu 2012 verður áfram neikvæð og ef ekki verður breyting á fjárframlögum ríkisins eru einnig neikvæðar horfur með starfsemi háskólans til lengri tíma. Frá árinu 2009 er búinn að vera viðvarandi niðurskurður á fjárframlögum ríkisins til HR og annarra háskóla hér á landi. Samtals eru fjárframlög ríkisins til HR árið 2012 um 450 m.kr. lægri að raungildi en árið 2008 og uppsafnaður niðurskurður til HR er yfir 1.000 m.kr. að núvirði frá árinu 2008". HR hefur átt eigið fé til að mæta tapi undanfarinna ára. Það gengur þó hratt á það og um síðustu áramót var það tæplega 400 milljónir króna. Miðað við rekstrarniðurstöðu síðasta árs og óbreytt framlög myndi það duga skólanum fram á haustið 2013. Lítill pólitískur vilji virðist þó vera til að mæta kröfum HR með auknum framlögum. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2013 er gert ráð fyrir að framlag til HR lækki um 18,4 milljónir króna. Þá er HR auk þess ætlað að greiða til baka 150 milljóna króna framlag sem hann fékk á fjáraukalögum ársins 2011. Vegna þeirrar endurgreiðslu er „áætlað að skólinn fái 43,5 m.kr. lægra framlag í fjárlögum 2013[…]en hann hefði fengið án aukafjárveitingar". Samkvæmt heimildum Markaðarins eru þó líkur á að hækkanir á fimm reikniflokkum geti skilað HR um 50 milljónum króna til viðbótar á næsta ári. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, segir að rekstrarniðurstöður skólans endurspegli fyrst og fremst þann mikla niðurskurð sem hafi verið á framlögum ríkisins til skólans. „Við komum til móts við þennan niðurskurð með mikilli hagræðingu og þess vegna varð þetta ekki verra í fyrra en kemur fram í reikningnum. Við sjáum fram á að hafa gert enn betur í ár. Við höfum getað haldið starfseminni við án þess að fórna gæðum, enda væri það versta sem við gætum gert að fara að mennta fólk illa á Íslandi. Það er hins vegar augljóst að þetta gengur ekki svona til lengdar og það verður að snúa þessari þróun við fyrir árið 2013." Hann staðfestir að rekstrarafkoma ársins í ár verði einnig neikvæð og að HR þurfi um 120 milljónir króna á ári næstu þrjú árin til að geta sinnt sínu lágmarkshlutverki. Til að mæta meðaltalsframlagi OECD-ríkja til háskóla þurfi hins vegar hundruð milljóna króna.
Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira