Viðskipti innlent

Norðurorka semur við Íslandsbanka um bankaviðskipti

Frá undirritun samningsins. Eiríkur Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, er fyrir miðri mynd, þriðji frá vinstri.
Frá undirritun samningsins. Eiríkur Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, er fyrir miðri mynd, þriðji frá vinstri.
Nýlega var undirritaður nýr samningur Akureyrarbæjar og Norðurorku hf. annars vegar og Íslandsbanka hins vegar um bankaviðskipti til næstu fimm ára. Viðskiptin voru boðin út síðasta sumar og bárust tilboð frá Arion-banka, Íslandsbanka og Landsbanka. Tilboð Íslandsbanka reyndist hagstæðast, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslandsbanka. Samningurinn varðar alla almenna viðskiptabankaþjónustu, innláns- og útlánsviðskipti.

Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, sagðist við undirritun samningsins vera ánægður með framkvæmd útboðsins og þann samning sem nú væri í höfn, að því er segir í tilkynningu. Ingi Björnsson, útibússtjóri Íslandsbanka á Akureyri, sagði við sama tækifæri að Íslandsbanki hafi undanfarin ár verið viðskiptabanki Akureyrarbæjar og hafi það samstarf gengið afar vel í alla staði. „Bankinn hafi því lagt sig fram um að gera hagstætt tilboð í bankaviðskipti bæjarins og væri mjög ánægjulegt að þetta samstarf gæti haldið áfram,“ segir í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×